Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Næsti samningafundur hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu Norðuráls verður á mánudaginn kemur. Eins og staðan er núna er formaður félagsins alls ekki bjartsýnn, miðað við þau viðbrögð sem hafa fengist á síðustu samningafundum.
Í gær var haldinn þriðji fundurinn vegna kjaradeilu Norðuráls undir handleiðslu ríkissáttasemjara. Í heildina hafa nú verið haldnir 18 samningafundir vegna þessarar kjaradeilu. Fyrsti samningafundurinn var haldinn í lok október sl. þannig að samningaviðræður hafa nú staðið yfir í fjóra og hálfan mánuð. Það verður að segjast eins og er að niðurstaðan er frekar rýr fram til þessa.
Í gær var haldinn fundur um skipulagsmál Alþýðusambands Íslands á Hótel Hamri, en Alþýðusamband Íslands stendur nú fyrir fundarherferð þar sem fundað er með öllum aðildarfélögum ASÍ um skipulagsmál.
Í dag kl. 14:00 verður haldinn fundur hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls, en þetta er þriðji sáttafundurinn sem haldinn er undir handleiðslu sáttasemjara.
Í gær var haldinn annar sáttafundurinn undir handleiðslu ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings starfsmanna Norðuráls.
Samninganefnd stéttarfélaganna og forsvarsmenn Norðuráls munu funda í dag kl. 13 í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu um nýjan kjarasamning Norðuráls. Þetta er annar fundurinn sem haldinn er undir stjórn ríkissáttasemjara.