• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Vetrarleiga orlofshúsa 2025-2026 / Winter 2025-2026

Þau orlofshús sem eru leigð út í vetur eru í Húsafelli, Kjós, Hvalfirði, Hraunborgum, Ölfusborgum, Svínadal og á Akureyri. 

Verð helgarleigu yfir vetrartímann frá 1. janúar 2026 er eftirfarandi;

Verðflokkur 1:

  • Ásendi 10 í Húsafelli - 18.000 kr.
  • Hraunbrekkur 2 í Húsafelli - 18.000 kr.
  • Íbúð á Akureyri - 18.000 kr.
  • Hraunborgir - 18.000 kr.
  • Bláskógar í Svínadal - 18.000 kr.
  • Efstiás í Svínadal - 18.000 kr.
  • Ölfusborgir - 18.000 kr.

Verðflokkur 2:

  • Birkihlíð 6 í Húsafelli - 20.000 kr. 
  • Birkihlíð 11 í Húsafelli - 20.000 kr. 
  • Ásendi 9 í Húsafelli - 20.000 kr.
  • Kjós - 20.000 kr.
  • Hornsteinn við Glym í Hvalfirði - 20.000 kr. 

Verð vikuleigu yfir vetrartímann er eftirfarandi:

  • Verðflokkur 1 - 40.100 kr.( Ásendi 10, Hraunbrekkur 2, Akureyri, Hraunborgir, Bláskógar 12, Efstiás 11, Ölfusborgir).
  • Verðfokkur 2  - 44.700 (Ásendi 9, Birkihlíð 6 & 11, Hornsteinn við Glym, Kjós).

Hægt er að bóka orlofshús á mínum síðum (hefst í janúar 2026) og á skrifstofu félagsins.

Gert er ráð fyrir að leigutakar gangi frá leigusamningi og greiði leigugjaldið sem fyrst eftir bókun.

Þegar bókað er nýja kerfinu er val um að fá greiðsluseðil í banka eða greiða með greiðslukorti.

Ef bókað er á Mínum síðum þarf að greiða staðfestingargjald 1.000 kr. innan tveggja sólarhringa frá bókun, annars fellur bókunin niður. Greiða þarf svo allt allt leiguverð 10 dögum fyrir dvöl.

Upplýsingar um lyklaafhendingu eru á leigusamningi sem fæst þegar greiðslu er lokið.

Ein til tvær af íbúðum félagsins á Akureyri eru í fastri útleigu yfir vetrartímann, oft til félagsmanna sem stunda nám á Akureyri. Áhugasamir hafið samband við skrifstofu félagsins.

Páskaleiga 2026 / Easter 2026
Sumarleiga orlofshúsa 2026 / Summer 2026

Kynntu þér orlofshúsin

Orlofshús og íbúðir á Akureyri

Verkalýðsfélag Akraness á 11 orlofshús og þrjár íbúðir á Akureyri.

Hægt er að skoða lausar helgar yfir vetrartímann og bóka beint á félagavefnum.

Leigjandi fær afhentar moppur og tuskur við útleigu og ber ábyrgð á að skila húsinu hreinu að dvöl lokinni. Moppum og tuskum má skila óhreinu á skrifstofu við lok leigutíma.

Sérstök úthlutun fer fram vegna sumartímabils sem og páskavikunnar.

Ein íbúð félagsins á Akureyri er allajafna í lantímaleigu yfir vetrartímann til félagsmanna sem stunda nám fyrir norðan - nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins.

Reikningsupplýsingar orlofssjóðs

Reikningsnúmer:

0186-05-570355
Kt. 680269-6889

Þegar greitt er með millifærslu vinsamlega sendið staðfestingu á netfangið vlfa@vlfa.is

Annað

Gjafabréf

Gjafabréf gildir sem inneign á öllum hótelum og veitingastöðum Íslandshótela.

Gjafabréf flug

Verkalýðsfélag Akraness býður félagsmönnum upp á að kaupa gjafabréf hjá Icelandair.

Veiði- og útilegukort

Orlofssjóður VLFA niðurgreiðir Veiðikortið og Útilegukortið til félagsmanna. Kortin eru á um 50% af almennu söluverði.

Úthlutunarreglur

Á sumrin eru orlofshús félagsins leigð félagsmönnum til vikudvalar í senn, en á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Reglugerð Orlofssjóðs

Tilgangur sjóðsins er að eiga og reka að hluta eða öllu leyti og eftir nánari samþykktum félagsins orlofshús þess.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image