Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Samninganefnd stéttarfélaganna og forsvarsmenn Norðuráls munu funda í dag kl. 13 í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu um nýjan kjarasamning Norðuráls. Þetta er annar fundurinn sem haldinn er undir stjórn ríkissáttasemjara.
Samninganefnd stéttarfélaganna og forsvarsmenn Norðuráls áttu fyrsta fund með ríkissáttasemjara í morgun vegna kjaradeilu um nýjan kjarasamning Norðuráls. Eins og fram kom hér á heimasíðunni í síðustu viku þá ákvað samninganefnd stéttarfélaganna að vísa deilunni til ríkissáttasemjara en búið var að halda 13 samningafundi og var það mat samninganefndarinnar að alltof mikið bæri á milli til að hægt væri að halda áfram án aðkomu ríkissáttasemjara.
Rétt í þessu var að ljúka samningafundi stéttarfélaganna við forsvarsmenn Norðuráls. Á þessum fundi lögðu forsvarsmenn Norðuráls fram nýtt tilboð til handa stéttarfélögunum vegna kjarasamnings Norðuráls. Því miður ber allt of mikið á milli samningsaðila miðað við fyrirliggjandi samningstilboð og á þeirri forsendu ákvað samninganefnd stéttarfélaganna að vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara.
Rétt í þessu var að ljúka samningafundi í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls. Á síðasta fundi lögðu forsvarsmenn Norðuráls fram tilboð til stéttarfélaganna sem að var ansi rýrt og er þar vægt til orða tekið. Á fundinum í dag lagði samninganefnd stéttarfélaganna fram samningstilboð og var farið yfir tilboðið og munu forsvarsmenn Norðuráls svara því á næsta fundi sem verður haldinn á föstudaginn kemur.