Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Rétt í þessu var að ljúka samningafundi í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls. Á síðasta fundi lögðu forsvarsmenn Norðuráls fram tilboð til stéttarfélaganna sem að var ansi rýrt og er þar vægt til orða tekið. Á fundinum í dag lagði samninganefnd stéttarfélaganna fram samningstilboð og var farið yfir tilboðið og munu forsvarsmenn Norðuráls svara því á næsta fundi sem verður haldinn á föstudaginn kemur.
Tíundi samningafundur við forsvarsmenn Norðuráls var haldinn í dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Eins og áður hefur komið hér fram er verið að leggja lokahönd á textabreytingar í kjarasamningnum og einnig var rætt um launasamanburð á milli verksmiðja.
Í gær var haldinn níundi samningafundur vegna kjarasamnings Norðuráls í húsakynnum ríkissáttasemjara. Meginefni fundarins í gær var að fara yfir þau ágreiningsefni er lúta að texta í nýjum kjarasamningi og er sú vinna langt komin þó vissulega séu nokkur atriði sem verulegur ágreiningur er um.
Eins og lög félagsins gera ráð fyrir verða aðalfundir allra deilda Verkalýðsfélags Akraness haldnir næstu daga. Nú í kvöld munu félagsmenn
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni munu samningsaðilar að nýjum kjarasamningi Norðuráls hittast á morgun og leggja grunninn að áframhaldandi vinnu við gerð nýs kjarasamnings.