• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Reiknivél fyrir félagsmenn

Það er mikið atriði fyrir launafólk að geta farið yfir það hvort laun og aðrar greiðslur séu í samræmi við kjarasamninga, þ.e. kannað hvort þeirra launaseðill sé réttur.

Starfsgreinasambandið, fyrir hönd sinna aðildarfélaga, hefur látið setja upp reiknivélar sem félagsmenn geta nýtt sér.

Með reiknivélunum geta félagsmenn m.a. fundið út laun skv. kauptöxtum, fengið yfirlit yfir kjarasamningsbundnar launahækkanir, áætluð útborguð laun, reiknað úr orlofs- og desemberuppbætur ofl. 

Reiknivélunum er skipt eftir því hvar félagsmenn starfa; á alemnnum vinnumarkaði, hjá sveitarfélögum eða hjá ríkinu.

Með þessu framtaki er verið að leitast við að efla þjónustuna við félagsmenn og gera þeim auðveldara að gæta sinna hagsmuna og kjara.

 

Notendur eru beðnir að koma ábendingum og athugasemdum á framfæri við Starfgreinasambandið sgs@sgs.is 

Reiknivél SGS

Hér getur þú reiknað út launin þín, kannað hvort launaseðlar séu réttir og annað sem snertir margvíslegar greiðslur.

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image