• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Sep

Kynningarfundur með starfsmönnum í búsetuþjónustu á Beykiskógum

Í gær var formaður Verkalýðsfélag Akraness með kynningu á réttindum fyrir starfsmenn í búsetuþjónustu fyrir fatlaða á Beykiskógum en um 20 starfsmenn sinna þeirri mikilvægu þjónustu.

Laut kynningin að stórum hluta um þær breytingar sem urðu við svokallaða vinnutímastyttingu enda nokkuð flókið fyrir almennt starfsfólk að átta sig á þeim breytingum sem áttu sér stað.

En eins og flestir vita var verið að stytta vinnuvikuna úr 40 vinnustundum niður í 36 vinnustundir og ýmsar nýjungar teknar inn eins og breyting á vaktarálagi, vaktahvata, breytingargjaldi og yfirvinnu 1 og 2.

Þetta var mjög góður kynningarfundur og fjölmargar spurningar komu til formanns VLFA en hann fór einnig yfir þá þjónustu og styrki sem VLFA býður sínum félagsmönnum uppá.

15
Sep

Formaður Miðflokksins og frambjóðendur í norðvesturkjördæmi í heimsókn

Á skrifstofuna komu í dag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og frambjóðendur í Norðvesturkjördæmi en núna hafa fulltrúar frá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokknum, Vinstri grænum og Miðflokknum komið og hlustað á brýnustu hagsmunamál sem Verkalýðsfélag Akraness leggur áherslu á.

Þetta var fín heimsókn þar sem formaður kom áherslum verkafólks og hagsmunum okkar Akurnesinga vel á framfæri.

Formaður fór yfir starfsemina á Grundartanga og þá miklu þýðingu sem sú starfsemi hefur fyrir okkur Akurnesinga sem og þjóðina í heild sinni.

En Elkem Ísland og Norðurál skapa uppundir eitt þúsund fjölskyldum lífsviðurværi en með afleiddum störfum eru uppundir 3 þúsund fjölskyldur sem byggja lífsafkomu sína á starfsemi þessara fyrirtækja með einum eða öðrum hætti.

Það er mat formanns að tækifærin á Grundartanga eru gríðarlega mikil enda liggur fyrir að Norðurál er núna að fara að ráðast í 15 milljarða framkvæmd við stækkun á steypuskála fyrirtækisins. Þessi fjárfesting mun skapa uppundir 200 störf á byggingartímanum og 40 varanleg.

Það er mat formanns að það verður „nóg til“ ef okkur ber gæfa til að skapa fleiri öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar því það er með öflugum útflutningsatvinnugreinum sem við þurfum til að standa undir því velferðasamfélagi sem við viljum búa í.

Það er t.d. fyrirtæki sem hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um land á Grundartanga sem hefur í hyggju að reisa vetnisverksmiðju á Grundartangasvæðinu. Svona byltingarkennd verksmiðja sem gengur út á að framleiða nýja byltingarkenndan orkugjafa til að skipta út mengandi orkugjöfum eins og kolum og öðrum mengandi orkugjöfum. Ef tekst að láta þetta verkefni verða að veruleika þá myndi þetta leiða til þess að framleiðsla þess yrði að öllum líkindum seld út til lands í Evrópu sem myndi spara losun gróðurhúsalofttegunda eins og nemur allri losun Íslands í því landi sem myndi kaupa umrætt vetni.

Þessi umhverfisvæna vetnisverksmiðja þarf um 900 MW og hafa þeir sem standa að þessum hugmyndum í hyggju að nota vindorkuna til að knýja verksmiðjuna áfram. Til að framleiða slíka orku með vindi þyrfti rétt rúmlega 200 vindmyllur. Ávallt yrði um nokkra smærri vindmyllugarða að ræða sem rúmuðust á stöðum þar sem náttúru yrði ekki ógnað og ásýnd væri ásættanleg í samanburði við ábatann sem af slíkum görðum stafar.

Þessi vetnisverksmiðja myndi skapa uppundir 300 manns atvinnu og skila tugum milljarða í útflutningstekjur og því ljóst að þjóðhagslegur ávinningur er gríðarlegur fyrir Ísland. En aðal ávinningur er þessi vistvæna og byltingarkenndu orkuskipti sem þessi verksmiðja framleiðir sem er vetnið og nemur sparnaðurinn hennar eins og losun Íslands af CO2 eins og áður hefur komið fram.

Hvaða umhverfissinni getur verið á móti því að nota vindorkuna til að spara losun á gróðurhúsaáhrifum sem nemur 4 milljónum tonna á ári og um leið skapa 300 varanleg störf og milljarða tekjur fyrir íslenskt samfélag?

Ef þessi vetnisverksmiðja yrði að veruleika þá er þetta langstærsta framlag okkar Íslendinga til umhverfismála til þessa, svo mikið er víst og það eru svona brýn þjóðhags- og umhverfisvæn atriði sem komandi kosningar eiga að snúast um.

Því við þurfum að tryggja öflug umhverfisvæn og gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri íslensku samfélagi til hagsbóta og það er þannig sem nóg verður til fyrir okkur öll.

Þetta voru allt mál sem formaður átti samtal við formann Miðflokksins og frambjóðendur flokksins í kjördæminu.

03
Sep

Félagsmenn VLFA hafa eignast 61 barn fyrstu 7 mánuði ársins

Einn af vinsælustu styrkjum sem Verkalýðsfélag Akraness býður sínum félagsmönnum er uppá er svokallaður fæðingarstyrkur sem foreldrar sem eru félagsmenn VLFA eiga rétt á. Styrkur félagsmannsins nemur 150.000 kr. með barni og ef báðir foreldrar eru félagsmenn VLFA nemur styrkurinn 300.000 kr.

Það er ljóst að þessi styrkur kemur foreldrum vel enda ýmsir nýir kostnaðarliðir sem koma til þegar foreldrar eignast barn.

Fyrstu 7 mánuði þessa árs hafa félagsmenn VLFA eignast 61 barn og nemur fæðingarstyrkurinn rétt tæpum 10 milljónum til þeirra foreldra sem eru félagsmenn VLFA.

Einnig er heilsueflingarstyrkurinn afar vinsæl meðal okkar félagsmanna en um 250 félagsmenn hafa nýtt sér þann styrk fyrstu 7 mánuði þessa árs en styrkurinn nemur 50% af reikningi að hámarki 40 þúsund á ári.

Félagið hefur greitt fyrstu 7 mánuði þessa árs yfir 40 milljónir í sjúkradagpeninga til félagsmanna en sjúkradagpeningar eru góð trygging fyrir félagsmenn eftir að veikindarétti félagsmanna er lokið hjá atvinnurekenda.

Rétt er að geta þess að sjúkrasjóður VLFA býður sínum félagsmönnum uppá 13 styrki og hvetur félagið félagsmenn sína til að kynna sér vel styrkina og þjónustu sem félagið býður sínum félagsmönnum uppá.

Rétt er að geta þess að orlofssjóður VLFA kom með nýjan styrk inn í sumar sem laut að því að styðja félagsmenn að ferðast innanlands með því að niðurgreiða fyrir félagsmenn hótelgistingu og dvöl á tjaldsvæðum. Hámarksstyrkur er 10.000 kr en aldrei meira en 50% af hverjum greiddum reikningi.

Verkalýðsfélag Akraness vill minna félagsmenn VLFA sem voru á faraldsfæti vítt og breitt um landið í sumarfríum að þeir eiga rétt á endurgreiðslu vegna hótelgistingar og dvalar á tjaldsvæðum og nemur endurgreiðslan 50% af reikningi að hámarki 10.000 kr. eins og áður hefur komið fram.

Afar mikilvægt er að félagsmenn passi uppá kvittanir og komi með þær þegar sótt er um umrædda niðurgreiðslu. VLFA hvetur félagsmenn sína að nýta sér þessa niðurgreiðslu sem félagið bíður uppá.

Til þessa hafa rúmlega 50 félagsmenn nýtt þennan nýja styrk.

03
Sep

Frambjóðendur Framsóknarflokksins í norðvesturkjördæmi í heimsókn á skrifstofu VLFA

Í gær komu á skrifstofu félagsins frambjóðendur Framsóknarflokksins sem eru á lista flokksins í Norðvesturkjördæmis.

 

Þetta var fín heimsókn enda er formaður VLFA afar ánægður með að geta komið áherslum launafólks, heimilanna og hagsmunum okkar Akurnesinga vel á framfæri.

 

Formaður VLFA fór yfir hvernig fyrirkomulagið í sjávarútvegsmálum hefur leikið okkur Akurnesinga og stóran hluta af landsbyggðinni grátt. VLFA hefur áður bent á þessa hörmungarsögu sem tengist hruni sjávarútvegs hér á Akranesi og má eiginlega segja að sjárútvegur sem á stóran þátt í að byggja upp okkar góða samfélag hafi verið rænt af okkur nánast á einni nóttu.

En árið 2004 fyrir sameiningu Haraldar Böðvarssonar við Granda störfuðu um 400 manns við veiðar og vinnslu sjávarafurða og árið 2004 var 170 þúsund tonnum landað hér á Akranesi og fyrirtækið greiddi núvirt um 4,3 milljarða í laun. Í dag er allt farið þökk sé handónýtu fyrirkomulagi í sjávarútvegi þar sem auðlindir sjávarins hafa færst á örfár hendur.

Það verður að breyta fyrirkomulagi fiskveiðistjórnarkerfisins með þeim hætti að einstaka útgerðamenn eða stórútgerðir geti labbað út með jafnvel milljarða og skilið byggðarlögin og fólkið eftir án atvinnu og lífsafkomumissi.

 

Formaður fór yfir starfsemina á Grundartanga og þá miklu þýðingu sem sú starfsemi hefur fyrir okkur Akurnesinga, sérstaklega í ljósi þess að búið er að ræna frá okkur aðalatvinnutækifæri.

 

En Elkem Ísland og Norðurál skapa uppundir þúsund fjölskyldum lífsviðurværi en með afleiddum störfum eru það uppundir 3 þúsund fjölskyldur sem byggja lífsafkomu sína á starfsemi þessara fyrirtækja með einum eða öðrum hætti.

 

Það er mat formanns að tækifærin á Grundartanga eru gríðarlega mikil enda liggur fyrir að Norðurál er núna að fara að ráðast í 15 milljarða framkvæmd við stækkun á steypuskála fyrirtækisins. Þessi fjárfesting mun skapa uppundir 200 störf á byggingartímanum og 40 varanleg störf.

 

Það er mat formanns að það verður „nóg til“ ef okkur ber gæfa til að skapa fleiri öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar því það er með öflugum útflutningsatvinnugreinum sem við þurfum til að standa undir því velferðasamfélagi sem við viljum búa í.

 

Það er t.d. fyrirtæki sem hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um land á Grundartanga sem hefur í hyggju að reisa vetnisverksmiðju á Grundartangasvæðinu. Svona byltingarkennd verksmiðja sem gengur út á að framleiða nýjan byltingarkenndan orkugjafa til að skipta út mengandi orkugjöfum eins og kolum og öðrum mengandi orkugjöfum. Ef tekst að láta þetta verkefni verða að veruleika þá myndi þetta leiða til þess að framleiðsla þess yrði að öllum líkindum seld út til lands í Evrópu sem myndi spara losun gróðurhúsalofttegunda eins og nemur allri losun Íslands í því landi sem myndi kaupa umrætt vetni.

 

Þessi umhverfisvæna vetnisverksmiðja þarf um 900 MW og hafa þeir sem standa að þessum hugmyndum í hyggju að nota vindorkuna til að knýja verksmiðjuna áfram. Til að framleiða slíka orku með vindi þyrfti rétt rúmlega 200 vindmyllur. Ávallt yrði um nokkra smærri vindmyllugarða að ræða sem rúmuðust á stöðum þar sem náttúru yrði ekki ógnað og ásýnd væri ásættanleg í samanburði við ábatann sem af slíkum görðum stafar.

 

Þessi vetnisverksmiðja myndi skapa uppundir 300 manns atvinnu og skila tugum milljarða í útflutningstekjur og því er ljóst að þjóðhagslegur ávinningur er gríðarlegur fyrir Ísland. En aðal ávinningurinn er þessi vistvæna og byltingarkenndu orkuskipti sem þessi verksmiðja framleiðir, sem er vetnið og nemur sparnaðurinn hennar eins og losun Íslands af CO2 eins og áður hefur komið fram.

 

Hvaða umhverfissinni getur verið á móti því að nota vindorkuna til að spara losun á gróðurhúsaáhrifum sem nemur 4 milljónum tonna á ári og um leið skapa 300 varanleg störf og milljarða tekjur fyrir íslenskt samfélag?

 

Ef þessi vetnisverksmiðja yrði að veruleika þá er þetta langstærsta framlag okkar Íslendinga til umhverfismála til þessa, svo mikið er víst og það eru svona brýn þjóðhags- og umhverfisvæn atriði sem komandi kosningar eiga að snúast um.

 

Því við þurfum að tryggja öflug umhverfisvæn og gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri íslensku samfélagi til hagsbóta og það er þannig sem nóg verður til fyrir okkur öll.

 

Þetta voru allt mál sem formaður ræddi við frambjóðendur Framsóknarfloksins

 

 

 

31
Aug

Norðurál- Orlof vegna fastrar yfirvinnu á 12 tíma vöktum, greitt út eða aukið orlof

Þann 1. maí á þessu ári tók gildi nýtt vaktakerfi sem byggðist á því að Norðurál hætti með svokallað 12 tíma vaktakerfi og tók upp 8 tíma kerfi eins og tíðakast í nánast í öllum stóriðjum á Íslandi.

Í ljósi þess að verið var að fara úr 12 tíma í 8 tíma kerfi þurfti að tryggja að það umfram orlof vegna fastrar yfirvinnu sem ávannst inn á 12 tíma vaktakerfinu vegna orlofsársins 2020-2021 skilaði sé að fullu til þeirra sem voru búnir að ávinna sé það inn.

Á þeirri forsendu mun starfsmönnum bjóðast að fá 36 stundir sem er þetta umfram orlof greitt út á núverandi yfirvinnukaupi eða taka út 36 sundir í orlofi sem jafngilda 4,5 vöktum í samráði við sinn yfirmann.

Úttekt á 4,5 orlofsvöktum eða greiðsla á 36 yfirvinnutímum miðast við fullt starf á orlofsárinu 2020-2021. Þeir starfsmenn sem unnu tímabundið eða skiluðu ekki 100% starfi fá hlutfallslega orlofstíma eða greitt miðað við mánuði í starfi.

Rétt er að geta þess að starfsmenn sem eiga þennan valmöguleika þurfa að fylla út eyðublað og skila til vaktastjóra fyrir 15. September 2021. Það er einnig rétt að geta þess að þeir sem skila ekki inn umræddu eyðublaði inn fyrir 15 september næstkomandi fá greidda 36 yfirvinnutíma eða í samræmi við starfshlutfall með september laununum.

Fyrir 100% starf eru 36 tíma umfram orlofið að skila frá 150.000 kr. uppí 183.000 kr. eins og sjá má að töflunni hér að neðan.

NA Tafla

25
Aug

Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra í heimsókn á skrifstofu VLFA

Á skrifstofuna komu í dag þau Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra og Teitur Björn Einarsson en þau eru á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmis.

Þetta var fín heimsókn þar sem formaður kom áherslum verkafólks og hagsmunum okkar Akurnesinga vel á framfæri.

Formaður fór yfir starfsemina á Grundartanga og þá miklu þýðingu sem sú starfsemi hefur fyrir okkur Akurnesinga sem og þjóðina í heild sinni.

En Elkem Ísland og Norðurál skapa uppundir 1000 þúsund fjölskyldum lífsviðurværi en með afleiddum störfum eru uppundir 3 þúsund fjölskyldur sem byggja lífsafkomu sína á starfsemi þessara fyrirtækja með einum eða öðrum hætti.

Það er mat formanns að tækifærin á Grundartanga eru gríðarlega mikil enda liggur fyrir að Norðurál er núna að fara að ráðast í 15 milljarða framkvæmd við stækkun á steypuskála fyrirtækisins. Þessi fjárfesting mun skapa uppundir 200 störf á byggingartímanum og 40 varanleg.

Það er mat formanns að það verður „nóg til“ ef okkur ber gæfa til að skapa fleiri öflugar gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar því það er með öflugum útflutningsatvinnugreinum sem við þurfum til að standa undir því velferðasamfélagi sem við viljum búa í.

Það er t.d. fyrirtæki sem hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Faxaflóahafnir um land á Grundartanga sem hefur í hyggju að reisa vetnisverksmiðju á Grundartangasvæðinu. Svona byltingarkennd verksmiðja sem gengur út á að framleiða nýja byltingarkenndan orkugjafa til að skipta út mengandi orkugjöfum eins og kolum og öðrum mengandi orkugjöfum. Ef tekst að láta þetta verkefni verða að veruleika þá myndi þetta leiða til þess að framleiðsla þess yrði að öllum líkindum seld út til lands í Evrópu sem myndi spara losun gróðurhúsalofttegunda eins og nemur allri losun Íslands í því landi sem myndi kaupa umrætt vetni.

Þessi umhverfisvæna vetnisverksmiðja þarf um 900 MW og hafa þeir sem standa að þessum hugmyndum í hyggju að nota vindorkuna til að knýja verksmiðjuna áfram. Til að framleiða slíka orku með vindi þyrfti rétt rúmlega 200 vindmyllur. Ávallt yrði um nokkra smærri vindmyllugarða að ræða sem rúmuðust á stöðum þar sem náttúru yrði ekki ógnað og ásýnd væri ásættanleg í samanburði við ábatann sem af slíkum görðum stafar.

Þessi vetnisverksmiðja myndi skapa uppundir 300 manns atvinnu og skila tugum milljarða í útflutningstekjur og því ljóst að þjóðhagslegur ávinningur er gríðarlegur fyrir Ísland. En aðal ávinningur er þessi vistvæna og byltingarkenndu orkuskipti sem þessi verksmiðja framleiðir sem er vetnið og nemur sparnaðurinn hennar eins og losun Íslands af CO2 eins og áður hefur komið fram.

Hvaða umhverfissinni getur verið á móti því að nota vindorkuna til að spara losun á gróðurhúsaáhrifum sem nemur 4 milljónum tonna á ári og um leið skapa 300 varanleg störf og milljarða tekjur fyrir íslenskt samfélag?

Ef þessi vetnisverksmiðja yrði að veruleika þá er þetta langstærsta framlag okkar Íslendinga til umhverfismála til þessa, svo mikið er víst og það eru svona brýn þjóðhags- og umhverfisvæn atriði sem komandi kosningar eiga að snúast um.

Því við þurfum að tryggja öflug umhverfisvæn og gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri íslensku samfélagi til hagsbóta og það er þannig sem nóg verður til fyrir okkur öll.

Þetta voru allt mál sem formaður átti samtal við iðnaðarráðaherra um enda heyra orkumál undir hennar ráðuneyti.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image