• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Réttindi hjá Sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Akraness

Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness njóta fjölbreyttra réttinda hjá sjúkrasjóðnum í samræmi við reglugerð hans.

Hægt er að lesa reglugerð sjúkrasjóðs í heild sinni hér, og bótareglur sjóðsins hér.
Sótt er um greiðslur á sérstökum eyðublöðum sem hægt er að fá hér eða hjá skrifstofu félagsins.

 

100% réttindi til styrkja úr sjúkrasjóði skv. gr. 12.10 eru miðuð við greidd iðgjöld af lægsta taxta skv. kjarasamningi SGS við SA síðastliðna 12 mánuði. Þeir sem hafa greitt minna eiga rétt á styrk í hlutfalli við greidd iðgjöld.

Félagsmaður þarf að vera greiðandi í sjóðinn þegar sótt er um.

Félagsmenn sem áunnið hafa sér réttindi til styrkja úr sjúkrasjóði skv. gr. 12.10 þegar nám hefst viðhalda réttindum sínum með atvinnuþátttöku samhliða námi. Horft er til þess að greidd séu iðgjöld í 6 mánuði á hverjum 12 mánuðum, um getur verið að ræða sumarstörf eða árstíðarbundin störf. 

 

Styrkir eru greiddir út í lok þess mánaðar sem sótt er um.

Gögn sem skila þarf ásamt umsókn er staðfest greiðslukvittun ásamt reikningi sem er á kennitölu umsækjanda. 

Athugið að kvittun/millifærsla úr heimabanka ein og sér telst ekki fullnægjandi.

 

Helstu réttindi eru:

Fæðingarstyrkur - kr. 170.000

Styrkur allt að 170.000 kr. Um er að ræða sjálfstæðan rétt félagsmanns vegna fæðingar hvers barns. Skilyrði er að greitt hafi verið í samfellt í sjóðinn í a.m.k. síðustu 6 mánuði..Framvísa þarf fæðingarvottorði

 

1. maí 2023 hækkaði styrkurinn í 155.000 kr.

1. maí 2024 hækkaði styrkurinn í 170.000 kr. 

Sjúkraþjálfun, sjúkranudd, meðferð hjá kírópraktor - kr. 50.000
Glasa- og tæknifrjóvgun, ættleiðing - kr. 100.000
Heilsufarsskoðun - kr. 55.000
Gleraugnastyrkur/ Linsustyrkur - kr. 70.000
Heyrnartækjastyrkur - kr. 100.000
Heilsuefling - kr. 55.000
Viðtalsmeðferð - kr. 100.000
Göngugreining - kr. 10.000
Sjúkradagpeningar - kr. 780.000
Alvarleg veikindi barna - kr. 780.000
Alvarleg veikindi maka - kr. 780.000
Dánarbætur - kr. 450.000
Námsstyrkur - kr. 130.000
Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image