• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15

Bótareglur frá og með 1. maí 2019

Reglur þær sem hér eru upp taldar eru settar skv. gr. 12.11 í reglugerð sjóðsins og koma til viðbótar þeim styrkjum sem taldir eru upp í gr. 12.1, 12.2, 12.3, 12.4, 12.5 og 12.6*. Bótareglur þessar gilda þar til stjórn sjóðsins ákveður annað.

Fæðingarstyrkur kr. 150.000. Framvísa þarf fæðingarvottorði. Félagsmenn eiga sjálfstæðan rétt til styrks samkvæmt þessari grein óháð því hvort báðir foreldrar séu félagsmenn. Skilyrði er að félagsmaðurinn sé að greiða til félagsins og greitt  hafi verið í sjóðinn samfellt í a.m.k. 6 mánuði.

Greiðsla á 50% af kostnaði vegna sjúkranudds/ sjúkraþjálfunar gegn framvísun reiknings frá löggiltum sjúkranuddara/ sjúkraþjálfara. Hámarksupphæð slíkrar greiðslu er kr. 50.000. Nýr réttur endurnýjast eftir að greitt hefur verið til sjóðsins í 12 mánuði eftir að meðferð lýkur. Sama rétt eiga í eitt skipti elli- og örorkulífeyrisþegar sem hafa greitt til sjóðsins en eru hættir þátttöku á vinnumarkaði og voru greiðendur við starfslok. Heimilt er að nýta þennan rétt til greiðslu dvalar á heilsu- og hjúkrunarheimilum sem bjóða upp á sjúkraþjálfun/ sjúkranudd. Slík greiðsla getur þó aðeins átt sér stað einu sinni.

Styrkur vegna glasa-, tæknifrjóvgunar eða ættleiðingar greiðist samkvæmt reikningi að hámarki kr. 100.000, þó aðeins í eitt sinn. Eigi báðir foreldrar rétt samkvæmt þessari grein greiðast tveir styrkir.

Greiðsla vegna heilsufarsskoðunar 50% af reikningi þó að hámarki kr. 25.000. Undir þennan styrk falla krabbameinsskoðanir, skoðun hjá Hjartavernd, speglanir, ómskoðanir og tannlæknakostnaður. Skilyrði er að greitt hafi verið í sjóðinn samfellt í a.m.k. 6 mánuði.

Gleraugnastyrkur/ Linsustyrkur pr. félaga á 24 mánaða tímabili 50% af reikningi þó að hámarki kr. 50.000. Skilyrði er að greitt hafi verið í sjóðinn samfellt í a.m.k. 12 síðustu mánuði. Heimilt er að veita styrk vegna augnaðgerða í stað gleraugnastyrks og greiðast þá að hámarki kr. 50.000 á hvort auga. Gleraugnastyrk er hægt að nýta fyrir barn félagsmanns 50% af reikningi að hámarki kr. 25.000 á 12 mánaða tímabili. Greiði atvinnurekandi eða aðrir styrk til gleraugnakaupa eða augnaðgerðar er greitt að hámarki 50% af því sem eftir stendur þegar styrkur hefur fengist annars staðar.

Heyrnartækjastyrkur pr. félaga á 36 mánaða tímabili 50% af reikningi þó að hámarki kr. 40.000. Skilyrði er að greitt hafi verið í sjóðinn samfellt í a.m.k. 12 síðustu mánuði. Upphæð miðast við tæki í annað eyra og tvöfaldast sé þörf á tveimur tækjum.

Heilsueflingarstyrkur pr. félaga á 12 mánaða tímabili 50% af reikningi þó að hámarki kr. 30.000. Skilyrði er að greitt hafi verið í sjóðinn samfellt í a.m.k. 12 síðustu mánuði. Heimilt er að styrkja félagsmenn vegna þjálfunar í líkamsræktarstöðvum, sundstöðum og íþróttafélögum vegna íþrótta. Greiði atvinnurekandi eða aðrir styrk til heilsueflingar er greitt að hámarki 50% af því sem eftir stendur þegar styrkur hefur fengist annars staðar.

Styrkur vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingum / fjölskylduráðgjöfum. Endurgreiddar eru kr. 10.000 pr. viðtalstíma í allt að 5 skipti, þó ekki meira en 50% af hverjum reikningi. Hámark kr. 50.000 á hverjum 12 mánuðum.

Styrkur vegna göngugreiningar og innleggjakaupa, kostnaður greiddur allt að kr. 10.000 á hverjum 12 mánuðum.

 

*Grein 12.1 hljóðar svo:

Dagpeningar í veikinda- og slysaforföllum í 120 daga (4 mánuði), að loknum greiðslum skv. veikinda- og slysaréttarákvæðum kjarasamninga. Dagpeningar skulu að viðbættum bótum almannatrygginga, greiðslum úr slysatryggingu launafólks eða annarri lögbundinni tryggingu, ekki nema lægri fjárhæð en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum, þó aldrei lægri fjárhæð en kr.304.000 miðað við fullt starf en ella hlutfallslega. Heimilt er stjórn sjóðsins að greiða hluta dagpeninga ef sjóðfélagi getur ekki vegna sjúkdóms eða slyss stundað fulla vinnu, þó ekki lengur en í 120 daga.

Grein 12.2 hljóðar svo:

Dagpeninga í 90 daga (3 mánuði), að loknum kjarasamningsbundnum greiðslum launagreiðanda vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna. Greiðslur skulu ekki nema lægri fjárhæð m.v. starfshlutfall sjóðfélaga en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum, þó aldrei lægri fjárhæð en kr. 304.000 miðað við fullt starf en ella hlutfallslega. Með langveikum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlegan og/eða langvinnan sjúkdóm og þarfnast sérstakrar umönnunar. Með alvarlega fötluðum börnum er átt við börn undir 18 ára aldri sem greinast með alvarlega greindarskerðingu, geðraskanir eða alvarlega líkamlega hömlun og þarfnast sérstakrar umönnunar.    

Grein 12.3 hljóðar svo:

Dagpeninga í 90 daga (3 mánuði) vegna mjög alvarlegra veikinda maka sem leiða til þess að sjóðsfélagi þarf tímabundið að leggja niður starf. Greiðslur skulu ekki nema lægri fjárhæð m.v. starfshlutfall sjóðfélaga en 80% af meðaltali þeirra heildarlauna sem iðgjald hefur verið greitt af á síðustu 6 mánuðum þó aldrei lægri fjárhæð en kr. 304000 miðað við fullt starf en ella hlutfallslega.

Grein 12.4 hljóðar svo:

Eingreiddar dánarbætur við andlát sjóðfélaga sem er virkur og greiðandi við andlát nemi 360.000.- krónum m.v. starfshlutfall hans síðasta árið fyrir andlát. Fyrir sjóðfélaga sem látið hafa af störfum vegna aldurs eða örorku og eru ekki greiðendur við andlát er upphæð dánarbóta 50% næstu 24 mánuði eftir starfslok. Eftir það skerðast bæturnar um 10% á ári þar til 12 ár eru liðin frá starfslokum. Eftir þann tíma verður upphæð dánarbóta ekki skert frekar. Rétthafar bóta eru maki sjóðfélaga og að honum frágengnum börn hans. Bætur renni til dánarbús, sé ekki um eftirlifandi maka eða börn að ræða. Bótafjárhæð miðast við vísitölu neysluverðs pr. 01.01.2017 og tekur sömu breytingum og hún.

Grein 12.5 hljóðar svo:

Við alvarleg veikindi eða slys sem sjóðstjórn metur til fjárhagslegs eða atvinnulegs tjóns fyrir heimili sjóðfélaga er sjóðstjórn heimilt að loknum hugsanlegum greiðslum samkvæmt grein 12.1, 12.2. og 12.3. að veita viðkomandi heimili sérstakan styrk. Slíkur styrkur til sama heimilis getur þó aldrei numið hærri upphæð en sem nemur sjúkradagpeningum í 90 daga reiknuðum í samræmi við ákvæði í grein 12.1.

Grein 12.6 hljóðar svo:

Sjóðstjórn er heimilt að greiða einstæðum foreldrum dagpeninga samkvæmt grein 12.1. vegna veikinda barns í allt að 10 daga á 12 mánaða tímabili eftir að greiðslutímabili atvinnurekenda lýkur.

Eldri bótareglur

Bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 05.05.2016 til 30.04.2017

Bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 01.11.2014 til 04.04.2016

Bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 01.05.2013 til 31.10.2014

Hér má sjá bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 01.03.2013 til 30.04.2013

Hér má sjá bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 01.08.2012 til 28.02.2013

Hér má sjá bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 01.01.2012 til 31.07.2012

Hér má sjá bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 24.03.2011 til 31.12.2011

Hér má sjá bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 03.11.2009 til 23.03.2011

Hér má sjá bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 08.04.2009 til 02.11.2009

Hér má sjá bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 08.04.2009 til 02.11.2009

Hér má sjá bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 01.08.2008 til 25.11.2008

Hér má sjá bótareglur sjúkrasjóðs sem giltu 01.05.2007 til 31.07.2008

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image