Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Það þarf að fara alveg aftur til ársins 1995 til að finna álíka mikið atvinnuleysi hér á Akranesi eins og staðan er í dag. Nú eru 356 Akurnesingar án atvinnu og er skipting á milli kynja nokkuð jöfn. Þessu til viðbótar eru 26 einstaklingar án atvinnu í svæðisnúmeri 301 sem eru nærsveitirnar hér í kringum Akranes.

Eins og flestir muna var gengið frá kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði 17. febrúar 2008. Í þeim samningi var kveðið á um að launahækkanir skyldu verða með eftirfarandi hætti: 1. mars 2009 áttu þeir sem voru að vinna eftir töxtum að hækka um 13.500 kr. og þeir sem voru ekki að vinna eftir taxtakerfi áttu að fá 3,5% launahækkun. 1. janúar 2010 áttu laun síðan að hækka um 2,5%.
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni er búið að fresta viðræðum um nýjan kjarasamning starfsmanna Norðuráls þar til dómur fellur í máli er lítur að stefnu Félags vélstjóra og málmtæknimanna, VM, en þeir gera kröfu um að eiga aðild að kjarasamningi Norðuráls. Formaður hefur áður gert grein fyrir sinni afstöðu í því máli og hægt er að lesa hér á heimasíðunni hver hún er. En rétt er að ítreka það að VLFA harmar þessi vinnubrögð forsvarsmanna VM.