Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Á mánudaginn síðastliðinn hélt formaður Verkalýðsfélags Akraness fund með svokölluðum sérkjaramönnum í Norðuráli. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynnt þessum aðilum að þeir muni ekki fá svokallaða eingreiðslu upp á 150 þúsund krónur sem um samdist í síðustu samningum.
Rétt í þessu var að ljúka fundi sem formaður Verkalýðsfélags Akraness átti með mannauðsstjóra Norðuráls, Rakel Heiðmarsdóttur, og lögmanni fyrirtækisins, Árna Vilhjálmssyni. Gengið var frá kjarasamningi við fyrirtækið ekki alls fyrir löngu, kjarasamningi sem gaf starfsfólki góðar launahækkanir enda var hann samþykktur með 85% atkvæða.
Í gær var haldinn formannafundur hjá Alþýðusambandi Íslands en dagskrá fundarins byggðist á eftirfarandi málefnum: Efnahagsmál og komandi kjarasamningar, skipulagsmál ASÍ og stefnumótun ASÍ í lífeyrismálum. Formaður tók til máls undir liðnum efnahags- og kjaramál og einnig varðandi stefnumörkun í lífeyrissjóðsmálum.