Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Rétt í þessu var að ljúka fundi sem formaður Verkalýðsfélags Akraness átti með mannauðsstjóra Norðuráls, Rakel Heiðmarsdóttur, og lögmanni fyrirtækisins, Árna Vilhjálmssyni. Gengið var frá kjarasamningi við fyrirtækið ekki alls fyrir löngu, kjarasamningi sem gaf starfsfólki góðar launahækkanir enda var hann samþykktur með 85% atkvæða.
Í gær var haldinn formannafundur hjá Alþýðusambandi Íslands en dagskrá fundarins byggðist á eftirfarandi málefnum: Efnahagsmál og komandi kjarasamningar, skipulagsmál ASÍ og stefnumótun ASÍ í lífeyrismálum. Formaður tók til máls undir liðnum efnahags- og kjaramál og einnig varðandi stefnumörkun í lífeyrissjóðsmálum.
Það er óhætt að segja að grásleppuvertíðin hér á Akranesi í ár sé ein sú besta í manna minnum. Sem dæmi þá hafa þeir félagar Eiður Ólafsson og Kristófer Jónsson á Ísaki Ak 67 fiskað 29,3 tonn af grásleppuhrognum en þeir luku vertíðinni fyrir fáeinum dögum síðan. Þeir félagar á Keili Ak eru einnig að ljúka sinni vertíð en þeir klára sína 62 daga 16. maí og er afli hjá Keilismönnum einnig í kringum 30 tonn sem er frábært. Rétt er að geta þess að vertíðin hjá hverjum grásleppubát er einungis í 62 daga og að fá tæp 30 tonn á þeim dögum er glæsilegur árangur eins og áður sagði.