Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Í dag lagði Verkalýðsfélag Akraness fram kæru á hendur fyrirtækinu Formaco til lögreglunnar á Akranesi fyrir að vera með erlenda starfsmenn án tilskilina leyfa t.d. dvalarleyfi og kennitölur.
Málþing
Eins fram hefur komið hér á heimasíðunni þá eru þreifingar hafnar hjá nokkrum landsbyggðarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands um að semja sér í komandi kjarasamningum. Eru þessar þreifingar til komnar vegna þess að Flóabandalagsfélögin Efling stéttarfélag, Verkalýðsfélag Hlíf og Verkalýðs-og sjómannafélag Keflavíkur hafa tekið þá ákvörðun um að fara ein og sér í komandi kjarasamningaviðræður.
Formaður Verkalýðsfélags Akraness sat framkvæmdastjórnar fund sem haldinn var á Siglufirði. Þar var meðal annars samþykkt harðorð ályktun yfir því fiskveiðistjórnunarkerfi sem nánast er að leggja margar byggðir þessa lands í rúst.
Verkalýðsfélag Akraness gerði samkomulag við Launanefnd sveitarfélaga um greiðslu sumaruppbótar til þeirra starfsmanna sem voru að vinna eftir kjarasamningi Launanefndar sveitafélaga og Starfsgreinasambands Íslands og voru í starfi hjá Akraneskaupstað fyrir 29. maí 2005.
Í upphafi bæjarráðsfundar á dögunum afhentu fulltrúar íbúa á neðri hluta Akraness bæjarstjóranum á Akranesi undirskriftalista sexhundruð og tveggja íbúa sem mótmæla lyktarmengun frá fiskimjölsverksmiðju HB Granda og Laugafiski ehf. og kröfðust þeir úrbóta.
Eins og áður hefur komið fram hefur Verkalýðsfélag Akraness á undanförnum mánuðum framkvæmt verðmælingar í verslunum á Akranesi fyrir Verðlagseftirlit ASÍ. Tilgangur þessa verðlagseftirlits er að fylgjast með því hvort sú lækkun sem varð á virðisaukaskatti og vörugjöldum þann 1. mars sl. hafi skilað sér í lækkuðu verði til neytenda.
Rétt fyrir 1. maí sl. kom fréttablað félagsins út og var það borið út í öll hús hér á Akranesi og einnig í nærsveitir. Félagið gefur árlega út tvö fréttablöð, annars vegar rétt fyrir 1. maí og hins vegar rétt fyrir jól. Fréttablað félagsins hefur fengið mjög góð viðbrögð frá okkar félagsmönnum. Þessi góðu viðbrögð lúta að útgáfu fréttablaðsins sem og öðru því sem stjórn félagsins hefur verið að vinna að á undanförnum þremur árum. Þessi viðbrögð eru stjórn félagsins hvatning til að halda áfram á þeirri braut uppbyggingar sem stjórn félagsins hefur verið að vinna að frá því hún tók við Verkalýðfélagi Akraness 19. nóvember 2003.