Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Í dag 8. júní komu fulltrúar frá nokkrum landsbyggðarfélögum Starfsgreinasambandsins saman til fundar á Egilsstöðum til að ræða framkomnar hugmyndir um breytingar á veikinda og slysarétti launafólks innan ASÍ og hugsanlegt samstarf í komandi kjarasamningum. Kjarasamningar eru lausir 31. desember n.k. Mikil samstaða, baráttuhugur og góður andi ríkti á fundinum. Formaður Verkalýðsfélags Akraness var fulltrúi félagsins á umræddum fundi.Niðurstaða fundarins er að ekki komi til greina að blanda inn í gerð komandi kjarasamninga þeim hugmyndum sem komið hafa fram af hálfu nefndar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins er lúta að stofnun ,,Áfallatryggingasjóðs”. Fundarmenn tóku saman greinargerð um málið þar sem afstaða hópsins er skýrð. Greinagerðin fylgir hér á eftir.Eftir fundinn er kominn góður grundvöllur til áframhaldandi samstarfs og tillögugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Næsti fundur félagana og þeirra félaga sem vilja vera með verður haldinn 6. júlí á Sauðárkróki.