Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Karlmaður á fertugsaldri lést er hann lenti í árekstri á mótorhjóli sínu við strætisvagn um kl. 19 í gærkvöldi. Hann var á leið til vinnu í Norðuráli ásamt tveimur samstarfsfélögum sínum. Hinn látni var félagsmaður í Verkalýðsfélagi Akraness.
Eins og margir muna þá hafa nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar á undanförnum þingum ítrekað lagt fram frumvarp um lögbindingu lágmarkslauna. Nægir að nefna Þskj. 334 — 306. mál sem lagt var fram á 131. löggjafarþingi 2004–2005.
Nokkur aðildarfélög SGS á landsbyggðinni héldu óformlegan fund á Sauðárkróki í gær 6. júlí. Fundurinn var í framhaldi af fundi sem haldinn var á Egilsstöðum í byrjun júní sl. Eftirfarandi tilkynning var send úr í kjölfar fundarins:
Formaður félagsins ásamt hagfræðingi ASÍ áttu fund með forsvarsmönnum Norðuráls í morgun. Þeir sem sátu fundinn fyrir hönd Norðuráls voru Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri og Skúli Skúlason starfsmannastjóri. Tilefni fundarins voru hin ýmsu réttindamál sem lúta að félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness.
Vegna forfalla er nú laus vikan 03.08. til 10.08. í Hraunborgum. Þetta er vikan í kringum Verslunarmannahelgina og geta félagsmenn bókað hana á skrifstofu félagsins í síma 4309900.
Óhætt er að segja að ferðahugur sé mikill hjá félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness þetta sumarið. Mikil aðsókn hefur verið í lausar vikur í orlofshúsum félagsins og nú er svo komið að hver einasta vika sem í boði var eftir endurúthlutun er bókuð þar til 24. ágúst nk.
Í dag funduðu formaður og varaformaður Matvælasviðs Starfsgreinasambands Íslands með Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráðherra vegna fyrirhugaðrar skerðingar á aflaheimildum fyrir komandi fiskveiðiár. Formaður sviðsins er Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og varaformaður er Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.