Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins þá verður fundur um nýjan skatt sem til stendur að leggja á stóriðjufyrirtækin hér á landi sem heitir Orku- umhverfis- og auðlindaskattur. Þessi skattur á að skila ríkissjóði samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi um 16 milljarða króna. Það hefur einnig komið fram hér á síðunni að slík skattlagning myndi þýða 6 milljarðar fyrir Norðurál, 2 milljarðar fyrir Elkem Ísland og yfir 200 milljónir fyrir Sementsverksmiðjuna.
Ársfundur Starfsgreinasambands Íslands mun hefjast á morgun á Hótel Selfossi. Það er alveg ljóst að fjölmörg mál verða til umræðu á ársfundinum en að sjálfsögðu munu mál er lúta að stöðu kjaramála, skuldsetningu heimilanna og aukinni skattbyrði á almenning verða til umræðu á þinginu.
Í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í gær er gert ráð fyrir að skattar sem lagðir verða á einstaklinga á næsta ári hækki um 36,8 milljarða kr. Skattar á vörur og þjónustu eiga að hækka um tæplega 31 milljarð kr. Þar af hækkar virðisaukaskattur um tæpa 10 milljarða kr. Það er alveg ljóst að heimili þessa lands munu á engan hátt þola þá auknu skattbyrði sem fyrirhuguð er á næsta ári og ljóst að ef ekki verður breyting á mun heimilum þessa lands blæða endanlega út.