Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Í gær fundaði formaður með atvinnuleitendum í Þorpinu þar sem haldin eru hin ýmsu námskeið fyrir atvinnuleitendur á Akranesi. Fundurinn var afar gagnlegur, en fjölmargar spurningar bárust til formanns um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.
Þetta hefur formaður margoft bent á og er í raun og veru engin nýlunda að erfiðlega hafi gengið að ráða í störf í fiskvinnslu. En það er afar athyglivert að þegar atvinnurekendur eru að kvarta yfir því að laun sem greidd eru í fiskvinnslunni séu það lág að erfiðlega gangi að fá fólk til starfa.
Formannafundur aðildarfélaga ASÍ verður haldinn fimmtudaginn 16. september næstkomandi. Á fundinum verður fjallað um hugmyndir um breytingar á skipulagi ASÍ og einnig verður að sjálfsögðu fjallað um stöðu efnahags- og atvinnumála í aðdraganda kjarasamninganna.
Fjölmennur fundur var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi
Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá fundaði stjórn Verkalýðsfélags Akraness með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands í gærkvöldi, en Gylfi er um þessar mundir í fundaherferð þar sem hann mun hitta stjórnir allra 53 aðildarfélaga ASÍ. Með Gylfa í för var Magnús Norðdahl, yfirlögfræðingur ASÍ.