Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Það er óhætt að segja að nýju fjárlögin sem kennd eru við hrunfjárlög hafi vakið upp ugg og ótta á meðal almennings. En í þessu frumvarpi er gert ráð fyrir stórfelldum niðurskurði í heilbrigðiskerfinu sem nemur 5,4 milljörðum. Þessi niðurskurður í heilbrigðiskerfinu mun koma afar misjafnlega niður á heilbrigðisstofnanir en verst kemur heilsugæslan í Þingeyjarsýslu út með 40% niðurskurð. Það er einnig verið að skerða almannatryggingar og velferðarmál um 4,5 milljarða og nægir að nefna í því samhengi að fyrirhugað er að skerða barnabætur um 900 milljónir, vaxtabætur um tæpar 300 milljónir og skerða á fæðingarorlofssjóð um 1 milljarð. Að auki er ekki gert ráð fyrir neinum launahækkunum í þessu frumvarpi, ekki einu sinni til þeirra allra tekjulægstu sem starfa hjá hinu opinbera. Það er ljóst að þetta frumvarp mun valda því að tugir ef ekki hundruðir opinberra starfsmanna munu missa vinnuna með skelfilegum afleiðingum fyrir samfélagið allt. Hver er hinn raunverulegi sparnaður af því að segja upp opinberum starfsmanni og færa vandann frá til dæmis heilbrigðiskerfinu yfir á félagsmálaráðuneytið í formi þess að viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sem missir vinnuna fer á atvinnuleysisbætur.

Í gær fundaði formaður með atvinnuleitendum í Þorpinu þar sem haldin eru hin ýmsu námskeið fyrir atvinnuleitendur á Akranesi. Fundurinn var afar gagnlegur, en fjölmargar spurningar bárust til formanns um réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði.
Þetta hefur formaður margoft bent á og er í raun og veru engin nýlunda að erfiðlega hafi gengið að ráða í störf í fiskvinnslu. En það er afar athyglivert að þegar atvinnurekendur eru að kvarta yfir því að laun sem greidd eru í fiskvinnslunni séu það lág að erfiðlega gangi að fá fólk til starfa.
Formannafundur aðildarfélaga ASÍ verður haldinn fimmtudaginn 16. september næstkomandi. Á fundinum verður fjallað um hugmyndir um breytingar á skipulagi ASÍ og einnig verður að sjálfsögðu fjallað um stöðu efnahags- og atvinnumála í aðdraganda kjarasamninganna.