Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir 
upplýsingum og annarri aðstoð.
- 
                            
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
 - 
                            
Sími:
4309900
 - 
                            
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
 
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


																		
			
						
			
					
					
					
					
					
					
					
					
					
Á laugardagskvöld var undirritaður kjarasamningur á hinum almenna vinnumarkaði í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Þessi kjarasamningur var svo slæmur að mati 5 aðildafélaga Starfsgreinasambands Íslands að fulltrúar þeirra sáu sér á engan hátt fært að setja nafn sitt undir slíkan samning. Málið var að Starfsgreinasamband Íslands var búið að móta og leggja mikla vinnu í kröfugerð sem byggðist á því að reyna að lagfæra skammarlega lága launataxta sambandsins. Því til viðbótar var samþykkt á þingi Starfsgreinasambandsins, sem haldið var í október á Akureyri, ályktun sem hljóðaði með þeim hætti að SGS ætlaði að brjóta á bak aftur þá láglaunastefnu sem hér hefur ríkt og lagfæra launataxta verkafólks. Þessi kjarasamningur sem undirritaður var um helgina, er langt frá þeim markmiðum.
Eins og allir vita er óhætt að segja að kjarasamningsviðræður Samtaka atvinnulífsins við verkalýðshreyfinguna séu botnfrosnar þessa dagana. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins ráku upp stór augu fyrir nokkrum vikum síðan þegar gerð var krafa um að lágmarkstaxtar skyldu hækka um heilar 20 þúsund krónur eða úr 191 þúsund upp í 211 þúsund. Þeir spruttu fram og veifuðu framan í alþýðuna hagfræðiskírteinum sínum og sögðu að slíkar ofurkröfur myndu setja hér íslenskt samfélag á hliðina með óðaverðbólgu.
Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að því að stjórnvöld ætli sér ekki að sjá til þess að atvinnuleitendur fái desemberuppbót greidda eins og aðrir landsmenn. En hér erum við að tala um hóp fólks sem fær í atvinnuleysisbætur rétt rúmar 170.000 krónur á mánuði og því morgunljóst að það getur vart horft til gleðilegrar hátíðar hjá þessu fólki.
Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar í gærkvöldi var samþykkt að engar gjaldskrár hækkanir verði á árinu 2014, nema hækkun á sorphirðugjöldum. Þannig verður gjald í leikskólum, fæðisgjald í skólum, frístundaheimilum, gjaldskrá tónlistarskóla, bókasafns, heimaþjónustu,  í íþróttamannvirkjum og fleira óbreytt á milli ára. Þýðir þetta rúmlega 8 milljóna króna tekjuskerðingu sveitarfélagsins, miðað við áætlaða hækkun samkvæmt neysluverðsvísitölu eða 3%.