Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir 
upplýsingum og annarri aðstoð.
- 
                            
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
 - 
                            
Sími:
4309900
 - 
                            
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
 
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


																		
			
						
			
					
					
Í gær voru haldnir tveir fundir með starfsmönnum Elkem Ísland. Sá fyrri hófst kl. 13 og sá síðari kl. 19 en á þessum fundum var kallað eftir hugmyndum starfsmanna að mótun kröfugerðar vegna komandi kjarasamninga Elkem Ísland. Samningurinn mun renna út í lok nóvember. Á fundinum fór formaður yfir hvernig til hefði tekist í síðasta samningi og kom fram í máli hans að laun byrjenda væru í dag tæpum 60.000 kr. hærri á mánuði heldur en fyrir síðustu samninga. Hjá starfsmanni eftir 10 ára starf hefðu launin hækkað um tæpar 75.000 kr. Þessu til viðbótar samdi félagið um verulega eingreiðslu á samningstímanum og nam sú eingreiðsla 450.000 kr. á hvern starfsmann. Sem betur fer varð kaupmáttaraukning hjá starfsmönnum Elkem Ísland sem nam rétt rúmum 8% að teknu tilliti til eingreiðslunnar á samningstímanum.
					
					
					
Í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á þriðjudaginn kom fram að miðþrep tekjuskattsins sem launafólk greiðir eigi að lækka úr 25,8 prósentum í 25,0 prósent. Áætlað er að þessi skattabreyting muni kosta ríkissjóð fimm milljarða króna á næsta ári.Því ber að fagna að til standi að létta skattaánauð launafólks en hins vegar telur formaður VLFA þessa hugmynd að lækka miðskattþrepið um 0,8% ekki réttu leiðina enda morgunljóst að hún er að gagnast þeim tekjuhærri mun betur en þeim tekjulægri.
					
					
Fyrir helgi var haldin kjaramálaráðstefna Starfsgreinasambands Íslands þar sem til umfjöllunar var mótun kröfugerðar vegna komandi kjarasamningviðræðna.