Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Í fjárlagafrumvarpinu sem fjármálaráðherra lagði fram á þriðjudaginn kom fram að miðþrep tekjuskattsins sem launafólk greiðir eigi að lækka úr 25,8 prósentum í 25,0 prósent. Áætlað er að þessi skattabreyting muni kosta ríkissjóð fimm milljarða króna á næsta ári.Því ber að fagna að til standi að létta skattaánauð launafólks en hins vegar telur formaður VLFA þessa hugmynd að lækka miðskattþrepið um 0,8% ekki réttu leiðina enda morgunljóst að hún er að gagnast þeim tekjuhærri mun betur en þeim tekjulægri.
Fyrir helgi var haldin kjaramálaráðstefna Starfsgreinasambands Íslands þar sem til umfjöllunar var mótun kröfugerðar vegna komandi kjarasamningviðræðna.
Eins og flestir vita hefur eitt aðalbaráttumál Verkalýðsfélags Akraness síðastliðin 5 ár á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar verið afnám verðtryggingar og að forsendubrestur heimilanna sem varð í kjölfar efnahagshrunsins verði leiðréttur með afgerandi hætti.
Það er nöturlegt og dapurlegt til þess að vita að sífellt skuli níðst á þeim sem síst skyldi, en síðustu misserin hafa ítrekað komið upp mál þar sem verið er að hlunnfara starfsmenn í ræstingum. Þetta er sérstaklega dapurlegt í ljósi þess að þeir sem starfa við ræstingar eru einmitt þeir sem búa við hvað döprustu launakjör sem til eru íslenskum kjarasamningum og því af afar litlu að taka af einstaklingum sem sinna slíkum störfum. Það er lenska hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og hinum ýmsu stofnunum að þegar á að leita hagræðingar þá er það fyrsta sem kemur upp í huga stjórnenda að bjóða út ræstingar, mötuneyti, þvottahús og annað slíkt. Þetta gerir það að verkum að þessi hreingerningafyrirtæki fara að keppast innbyrðis um að fá verkin og það gera þau með því að bjóða oft og tíðum allt of lágt í verkin, sem leiðir það af sér að kjör þeirra sem starfa í greininni eru keyrð niður úr öllu valdi og þessir starfsmenn jafnvel, eins og áður hefur komið fram, hlunnfarnir.