Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Rétt í þessu lauk hörkufundi hjá samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands en það er landssamband verkafólks á landsbyggðinni. Á þessum fundi var kröfugerð sambandsins endanlega mótuð og samþykkt og það var gjörsamlega frábært að finna þá gríðarlegu samstöðu og einhug sem ríkir innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands við mótun þessarar kröfugerðar. Það er morgunljóst að aðildarfélög SGS ætla sér að lagfæra og leiðrétta kjör íslensks verkafólks svo um munar í komandi kjarasamningum.
Formaður félagsins mun funda með Eygló Harðardóttur, félags- og velferðarráðherra, á morgun og hefst fundurinn kl. 10. Það verða næg umræðuefni við ráðherrann enda er málaflokkur félagsmálaráðherra afar víðtækur og tengist ýmsum hagsmunum íslensks verkafólks og þeirra sem minna mega sín í íslensku samfélagi.
Í gær var fundur hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu Norðuráls og er skemmst frá því að segja að lítið þokast áfram í þeirri deilu. Enda ber gjörsamlega himinn og haf á milli deiluaðila í þessari deilu. Formaður hefur sagt í gegnum árin að fyrirtæki eins og Norðurál sem býr við góð rekstrarskilyrði, hefur ætíð skilað góðri afkomu og er með hvað lægstu launagreiðslur af heildarveltu á íslenskum vinnumarkaði á og ber skylda til að skila slíkum ávinningi til starfsmanna fyrirtækisins.
Félagsskírteini ársins 2015 eru nú farin í póst til félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness og ættu því að berast þeim á næstu dögum. Með skírteinunum fylgja yfirlit um greidd félagsgjöld árið 2014. Dagbók félagsins er einnig á leið úr prentun og hægt verður að nálgast eintak af henni á skrifstofu félagsins í næstu viku.

Rétt í þessu var að ljúka samningafundi með forsvarsmönnum Norðuráls vegna kjarasamnings starfsmanna en eldri samningur rennur út nú um áramótin. Fyrir nokkrum vikum lagði samninganefnd stéttarfélaganna fram ítarlega og vel rökstudda kröfugerð sem byggðist á því að laun starfsmanna Norðuráls myndu verða lagfærð allverulega. Ein af grunnkröfunum var einnig sú að tekið yrði upp nýtt fjölskylduvænt vaktakerfi með sambærilegum hætti og gerist hjá Elkem Ísland. Með öðrum orðum að horfið yrði frá 12 tíma vöktum og farið yfir í 8 tíma vaktakerfi. En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni var það ríkur meirihluti vaktavinnufólks sem vildi taka upp slíkt kerfi.
Verkalýðsfélag Akraness hefur í ár eins og undanfarin ár útdeilt styrkjum úr styrktarsjóði félagsins. Þessi styrktarsjóður er þannig til kominn að Landsbankinn greiðir VLFA 800.000 kr. á ári vegna viðskipta og félagið lætur þá upphæð síðan renna til hinna ýmsu góðgerðarmála.