Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Samningaráð Starfsgreinasambands Íslands, sem formaður Verkalýðsfélags Akraness situr í, átti fund með forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins í gær og er það mat formanns að himinn og haf sé á milli deiluaðila. Það tilboð sem SA hefur lagt fram er með þeim hætti að alls ekki er hægt að ganga að því. Grundvallarkrafan sem nánast öll íslenska þjóðin styður er að lágmarkslaun á Íslandi verði skilyrðislaust orðin 300.000 kr. innan þriggja ára. Það er morgunljóst að þetta er grunnkrafa sem verður að nást í gegn til að hægt verði að ganga frá kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði fyrir verkafólk.
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni gagnrýndi Verkalýðsfélag Akraness harðlega uppsagnir 7 ræstingarkvenna við Fjölbrautaskóla Vesturlands en þær uppsagnir voru að frumkvæði nýráðins skólameistara FVA og voru gerðar til að mæta hagræðingu og sparnaði í rekstri skólans. Eins og fram kom hér á heimasíðunni er dapurlegt og nöturlegt til þess að vita að á sama tíma og kennarar fengu 30% launahækkun sé krafist launalækkunar hjá ræstingarfólki skólans. Þær konur sem þarna um ræðir hafa starfað þarna í allt að 30 ár við góðan orðstír.
Samtök atvinnulífsins hafa á opinberum vettvangi sagt að það tilboð sem Starfsgreinasambandi Íslands hefur verið gert sé eitt það besta sem samtökin hafi lagt fram síðustu ár, ef ekki áratugi. Eðlilega fáum við spurningar frá okkar félagsmönnum um innihald tilboðsins, í ljósi þeirra frétta sem koma frá Samtökum atvinnulífsins um það hversu æðislegt þetta tilboð sé. Spurningarnar sem félagsmenn spyrja okkur snúa aðallega að því í hverju er þetta tilboð fólgið sem á að vera það besta sem samtökin laga lagt fyrir verkafólk?
Útlit er fyrir að forsvarsmenn Spalar ætli sér að gerast verkfallsbrjótar á fyrsta degi verkfalls, en samkvæmt mati yfirlögfræðings Alþýðusambands Íslands þá liggur fyrir að það er brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur ef öryggisstjóri gengur í störf starfsmanna í gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöng.