Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni var undirritaður tímamótasamningur fyrir starfsmenn Norðuráls þriðjudaginn 17. mars síðastliðinn. Tímamótasamningur sem byggist á því að laun starfsmanna Norðuráls munu taka þeim hækkunum sem launavísitala Hagstofunnar kveður á um.
Formanni Verkalýðsfélags Akraness hefur borist vitneskja með óyggjandi hætti um að Samtök atvinnulífsins með Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group og formann Samtaka atvinnulífsins í broddi fylkingar, hafi samið við flugstjóra Icelandair í lok síðasta árs upp á rúm 25% og þar af koma rétt rúm 15% á fyrsta ári. Þetta er til viðbótar þeim tæpu 9% sem samið var um við flugstjóra í maí í fyrra í 3 mánaða samningi. Formaður vill byrja á því að óska flugstjórum til hamingju með þennan frábæra samning sem þeir hafa náð við Samtök atvinnulífsins.
Það er óhætt að segja að lítið sé að frétta af kjarasamningsviðræðum á hinum almenna vinnumarkaði en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá lagði Starfsgreinasamband Íslands fram kröfugerð sem lýtur að því að stigin verði jöfn og þétt skref í átt til þess að dagvinnulaun dugi fyrir lágmarksframfærslu. Krafan gengur út á það að lágmarkslaun verði orðin 300.000 kr. innan þriggja ára.
Þjónusta Verkalýðsfélags Akraness við félagsmenn sína er margvísleg og sem dæmi stendur hin árlega skattframtalsaðstoð yfir þessa dagana. Í gegnum árin hefur félagið boðið upp á þessa þjónustu fyrir sína félagsmenn og hefur hún svo sannarlega sannað gildi sitt en á annað hundrað manns nýta sér þessa þjónustu árlega. 
Í dag verður haldinn samningafundur hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls. Nú eru liðnir heilir 2 mánuðir frá því að kjarasamningurinn rann út og þrátt fyrir umtalsverðar tilraunir til að ná fram viðunandi nýjum samningi þá hefur það ekki tekist til þessa. Enn ber töluvert á milli deiluaðila og ekki er útilokað að það muni draga til tíðinda á fundinum í dag því væntanlega munu forsvarsmenn fyrirtækisins leggja fram tilboð til lausnar þessari deilu.