Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Þjónusta Verkalýðsfélags Akraness við félagsmenn sína er margvísleg og sem dæmi stendur hin árlega skattframtalsaðstoð yfir þessa dagana. Í gegnum árin hefur félagið boðið upp á þessa þjónustu fyrir sína félagsmenn og hefur hún svo sannarlega sannað gildi sitt en á annað hundrað manns nýta sér þessa þjónustu árlega. 
Í dag verður haldinn samningafundur hjá ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings Norðuráls. Nú eru liðnir heilir 2 mánuðir frá því að kjarasamningurinn rann út og þrátt fyrir umtalsverðar tilraunir til að ná fram viðunandi nýjum samningi þá hefur það ekki tekist til þessa. Enn ber töluvert á milli deiluaðila og ekki er útilokað að það muni draga til tíðinda á fundinum í dag því væntanlega munu forsvarsmenn fyrirtækisins leggja fram tilboð til lausnar þessari deilu.
Á formannafundi Starfsgreinasambands Íslands sem lauk rétt áðan var samþykkt með smávægilegum breytingum ályktun sem formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Drífanda í Vestmannaeyjum lögðu fram en ályktunin lýtur að okurvöxtum bankanna. Það liggur fyrir að hér er um eitt mesta hagsmunamál íslenskrar alþýðu að ræða enda eru okurvextir fjármálakerfisins að leggjast afar þungt á skuldsetta alþýðu þessa lands.
Í kvöld verður haldinn í Háskólabíói kl. 20 fundur undir yfirskriftinni "Verðtryggingin bíður dóms." Að þessum fundi standa Hagsmunasamtök heimilanna og hefur formanni Verkalýðsfélags Akraness verið boðið að sitja í pallborði. Verkalýðsfélag Akraness hefur svo sannarlega látið sig varða málefni og skaðsemi verðtryggingar í gegnum tíðina. Meðal annars er félagið með mál fyrir dómstólum um ólögmæti verðtryggingar er lýtur að 0% verðbólguviðmiði í greiðsluáætlunum. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum þá hefur EFTA dómstóllinn dæmt í þessu máli um að fjármálastofnunum sé óheimilt að miða við 0% verðbólgu í lánasamningum neytenda.