Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…



Kosningu Verkalýðsfélags Akraness sem og annarra aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands um verkfall lauk á miðnætti. Það er skemmst frá því að segja að kosningaþátttaka var nokkuð góð eða tæp 60%. Verkfallið var samþykkt með afgerandi meirihluta eða tæplega 98% þeirra sem tóku afstöðu. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að íslenskt verkafólk ætlar ekki að láta það óréttlæti og þá misskiptingu sem ríkt hefur í garð verkafólks á liðnum árum og áratugum viðgangast stundinni lengur.
Formaður fór í gær og kynnti fyrir iðnnemum í Fjölbrautaskóla Vesturlands réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði. Einnig kynnti formaður fyrir iðnnemunum allt það sem Verkalýðsfélag Akraness hefur upp á að bjóða hvað varðar þjónustu og hina ýmsu styrki sem félagið býður sínum félagsmönnum upp á. Félagið er með iðnsveinadeild þannig að þeir sem þarna voru í námi munu væntanlega tilheyra Verkalýðsfélagi Akraness þegar þeir hafa lokið námi sínu.
Klukkan 8 í morgun hófst kosningin um verkfall verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði. Formaður ítrekar mikilvægi þess að félagsmenn taki þátt í kosningunni og segi já við verkfalli til að knýja fram þá sanngjörnu kröfu um að lágmarkslaun á Íslandi verði orðin 300.000 kr. eigi síðar en innan 3 ára.
Núna er Verkalýðsfélag Akraness ásamt öðrum aðildarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands að undirbúa nýja kosningu til verkfalls. Kjörgögn verða send út fyrir helgi og ættu að vera búin að berast félagsmönnum í byrjun næstu viku en kosningin mun standa yfir frá 13. apríl til 20. apríl.
Það verður að segjast alveg eins og er að það er hálf lítilmannlegt af Samtökum atvinnulífsins að hafa ekki kjark og þor til að mæta íslensku verkafólki í þeirri kjarabaráttu sem nú er framundan. Þetta kjarkleysi Samtaka atvinnulífsins birtist meðal annars í því að þau hafa tilkynnt að þau muni draga kosningu Starfsgreinasambandsins fyrir félagsdóm og láta reyna á lögmæti hennar.