Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Rétt í þessu voru undirritaðir kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði en það er óhætt að segja að mikið hafi gengið á við gerð þessa kjarasamnings. Sem dæmi þá hefur Verkalýðsfélag Akraness ásamt aðildarfélögum SGS nú þegar tekið 3 daga í verkfall en slíkt hefur ekki gerst í áratugi að verkafólk hafi þurft að beita verkfallsvopninu til að knýja fram sínar sanngjörnu kröfur um að lágmarkslaun hækki umtalsvert. Í dag er VLFA til dæmis að greiða út á 6. milljón króna í verkfallsbætur til félagsmanna sem sýnir svo ekki verður um villst hversu mikil harka var komin í þessa deilu.
Það er óhætt að segja að það sé komin upp alveg ótrúlega flókin og undarleg staða í kjaraviðræðum á hinum almenna vinnumarkaði. En nú berast fregnir af því að drög að nýjum samningi á milli Flóabandalagsins, VR og Samtaka atvinnulífsins liggi í loftinu en þessir aðilar hafa frestað boðuðu verkfalli um fimm daga en verkafallið átti að hefjast á miðnætti annað kvöld.