Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Það er óhætt að segja að það gangi mikið á á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir en svokallaður SALEK hópur undirritaði í gær nýtt samkomulag undir yfirskriftinni "betri vinnubrögð, betri árangur." Þetta samkomulag var síðan til umfjöllunar á formannafundi Alþýðusambands Íslands í dag. Það er skemmst frá því að segja að formaður Verkalýðsfélags Akraness ber verulegan kvíðboga fyrir þeirri hugmyndafræði sem liggur á bakvið þetta nýja vinnumarkaðslíkan. Vinnumarkaðslíkan sem byggist á því sem gerist á hinum Norðurlöndunum en talað er um að sett verði á laggirnar svokallað þjóðhagsráð aðila vinnumarkaðarins sem muni hafa það hlutverk að meta í hvert sinn sem kjarasamningar eru lausir hvert svigrúm til launahækkana sé.
Formaður Verkalýðsfélags Akraness átti fund með launanefnd sveitarfélaganna hjá ríkissáttasemjara í gær en eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni vísaði félagið kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Farið var yfir stöðuna en það er ljóst að töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá þeim starfsmönnum sem vinna eftir kjarasamningi VLFA við Akraneskaupstað og vonast menn til þess að hægt verði að ganga frá kjarasamningi eins fljótt og kostur er. Það er æði margt í stöðunni sem bendir til þess að kjarasamningur við sveitarfélögin verði með sambærilegu sniði og kauphækkunum og Starfsgreinasamband Íslands samdi um við ríkið fyrir rúmri viku síðan. Sá kjarasamningur gaf í heildina tæp 30% til handa ófaglærðu starfsfólki sem starfar hjá ríkinu.
Margt bendir til þess að hugsanlega sé kjarasamningur að verða til á milli Starfsgreinasambands Íslands og ríkisins og eru umtalsverðar líkur á að skrifað verði undir nýjan kjarasamning í næstu viku. Drög að þessum samningi eru í anda þess sem samið var um við Samtök atvinnulífsins í kjarasamningnum á hinum almenna vinnumarkaði. Í þeim samningi var samið um sérstaka hækkun til þeirra sem voru að vinna á lægstu töxtunum og drögin við ríkið taka að sjálfsögðu mið af því.