Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Nokkrir starfsmenn Elkem Ísland hafa haft samband við formann félagsins og lýst þungum áhyggjum af atvinnuöryggi sínu en öllum starfsmönnum Elkem Ísland var sent bréf frá forstjóra fyrirtækisins. Í bréfinu stóð meðal annars eftirfarandi orðrétt:
Á síðasta föstudag fundaði formaður félagsins með mannauðsstjóra og fjármálastjóra Elkem Ísland vegna yfirferðar Verkalýðsfélags Akraness á kjarasamningi sem félagið gerði við Elkem á árinu 2014. Í þeim kjarasamningi var gerð breyting á bónusi starfsmanna þar sem tekinn var upp nýr nýtingarbónus en í einni greininni var kveðið á um að þegar starfsmenn hefðu náð 80% hlutfalli af því sem hann getur gefið í heildina skyldi hann hækkaður úr 2,4% upp í 3% eða sem nemur 0,6%. Við yfirferð félagsins á samningnum kom í ljós að 80% hlutfall af þessum bónus hafði náðst í febrúar á þessu ári en fyrirtækið var ekki sammála útreikningi félagsins og á þeirri forsendu var boðað til þessa fundar.