Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Formaður félagsins var í viðtali á Bylgjunni í fyrradag þar sem réttindi erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði voru til umræðu.
Félagsmálaráðherra hefur ákveðið í ljósi þeirra atvika sem upp hafa komið á íslenskum vinnumarkaði er lúta að félagslegum undirboðum að Vinnumálastofnun standi fyrir sérstöku átaki í þeim efnum.
Formaður félagsins fór í vinnustaðaheimsókn til HB-Granda í gær. Átti hann þar samtal við nokkra starfsmenn og fór ekki á milli mála að þeir voru afar svekktir yfir að ekki skyldi hafa orðið af áformum fyrirtækisins um flutning allrar landvinnslu upp á Akranes.
Eins og fram kom hér á heimasíðunni í gær þá átti formaður félagsins fund með bæjarráði síðdegis í gærdag. Tilefni fundarins var m.a. sá launamunur sem ríkt hefur á milli leiðbeinenda á leikskólum bæjarins eftir félagsaðild. Bæjarráð samþykkti erindi Verkalýðsfélags Akraness og mun 4% álag sem þeir félagsmenn STAK sem störfuðu sem leiðbeinendur höfðu einnig gilda fyrir félagsmenn VLFA í sömu störfum.