• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Jan

Nýtt félaga- og orlofskerfi

Verkalýðsfélag Akraness er að taka í notkun nýtt félaga- og orlofskerfi - Félagakerfi Tótal

Félagið er að fara úr áratuga gömlu kerfi sem hefur þjónað félaginu vel en fyrirséð var að uppfærslum yrði hætt. 

Félagakerfi Tótal er þróað og hannað með þarfir og verkefni stéttarfélaga í huga og í dag eru 9 stéttarfélög um allt land að nota kerfið, 5 félög eru að innleiða kerfið og fleiri félög eru að skoða að taka þetta kerfi upp. Tótal er í eign stéttarfélaganna sem nota það sem geta því haft bein áhrif á þróun og rekstur þess.

Opnað verður fyrir Mínar síður sem eru notendavænar í tölvu, síma og spjaldtölvum í janúar - mitt.vlfa.is

Við innskráningu kemur félagsmaður á upphafssíðu þar sem viðkomandi hefur yfirsýn yfir sín félagsgjöld, umsóknir og hvernig réttindi hafa verið nýtt.

Mínar síður bjóða jafnframt upp á að skoða laus orlofshús, bóka og greiða, vefverslun sem og að sækja rafrænt um styrki í sjúkra- og menntasjóði.

Ath. ekki verður hægt að bóka orlofshús næstu daga á meðan yfirfærsla stendur yfir.

personublad

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leiðbeiningar á nýju kerfi má finna hér

Tótal kerfið er í stöðugri þróun og inniheldur m.a. kosningakerfi, orlofskerfi og iðgjaldakerfi.

Nýtt kerfi býður upp á ýmsa möguleika fyrir félagsmenn að nálgast upplýsingar og fyrir starfsfólk félagsins að veita þjónustu og hafa yfirsýn.

Hægt er að vinna fjölda skýrslna úr kerfinu en Tótal tengist BC bókahaldskerfi með veflausn og með þeirri tengingu verður inheimta iðgjalda og afgeiðsla umsókna sjálfvirk á milli þessara kerfa.

Starfsfólk félagsins hvetur félagsmenn til að fara á Mínar síður og uppfæra upplýsingar eins og símanúmer og netfang, en það gefur okkur aukinn möguleika á að veita félagsmönnum viðeigandi upplýsingar og sem besta þjónustu. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image