• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Dec

Laun á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% 1. janúar 2026

Laun starfsfólks hjá Norðuráli, Elkem Ísland, Klafa og öðrum fyrirtækjum á Grundartangasvæðinu hækka um 6,21% frá og með 1. janúar 2026, samkvæmt gildandi kjarasamningum.

Launahækkunin byggir á ákvæðum kjarasamninga þar sem miðað er við þróun launavísitölu á hinum almenna vinnumarkaði á tímabilinu frá september 2024 til september 2025. Á því tímabili hækkaði launavísitalan um 6,53%, en samkvæmt samningunum skulu laun hækka um 95% af þeirri hækkun, sem leiðir til 6,21% launahækkunar.

Hækkunin hefur veruleg áhrif á laun starfsfólks. Sem dæmi má nefna að grunnlaun með hæfnisálagi hjá Norðuráli hækka um 29 þúsund krónur upp í um 35 þúsund krónur á mánuði, eftir stöðu og launaflokki. Þá má reikna með að heildarlaun vaktavinnufólks í kerskála hækki um 49 þúsund krónur upp í um 59 þúsund krónur á mánuði.

Auk mánaðarlauna hækka einnig orlofs- og desemberuppbætur um 6,21%. Hvor uppbót hækkar úr 308.776 krónum í 327.957 krónur, sem nemur 19.181 krónu hækkun hvor um sig. Samtals nema orlofs- og desemberuppbætur því 655.914 krónum og hækka samtals um 38.362 krónur.

Launahækkunin endurspeglar sjálfvirka tengingu kjarasamninga við þróun launa á almennum vinnumarkaði og tryggir að starfsfólk á Grundartangasvæðinu fylgi almennri launaþróun í landinu.

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image