• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Jan

Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025

Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í styrki og greiðslur til félagsmanna. Alls nýttu 2.518 félagsmenn sér hina ýmsu styrki og réttindi sem standa félagsmönnum til boða hjá félaginu.

Útgreiðslurnar skiptust þannig:

  • 37 milljónir króna fóru í menntastyrki af ýmsum toga,

  • 65 milljónir króna voru greiddar úr sjúkrasjóði,

  • 108 milljónir króna fóru í sjúkradagpeninga.

Það er afar ánægjulegt að sjá hversu hátt hlutfall félagsmanna nýtir sér þá þjónustu og styrki sem félagið býður upp á. Félagið leggur ríka áherslu á að veita félagsmönnum sínum öflugan stuðning, bæði þegar kemur að menntun, heilsu og tekjuöryggi.

VLFA mun áfram leggja sitt af mörkum til að tryggja félagsmönnum sínum eins góða þjónustu og styrki og kostur er, enda eru öflugir sjóðir og virk nýting þeirra einn af hornsteinum sterks verkalýðsfélags.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image