• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com
Wednesday, 28 September 2016 00:00

Formaður með erindi í Háskóla Íslands

Síðastliðinn mánudag óskaði Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands sem kennir nú vinnumarkaðsfræði í meistaranámi, eftir því að formaður Verkalýðsfélags Akraness kæmi og hitti nemendur eina kennslustund. Gylfi hefur í gegnum árin nokkrum sinnum óskað eftir slíkum heimsóknum og að sjálfsögðu hefur formaður félagsins tekið jákvætt í það, en þetta er í sjötta sinn á nokkrum árum sem hann hittir nemendur Gylfa í þessum tilgangi.

Tilgangur heimsóknarinnar var sá að fara yfir stöðu verkalýðshreyfingarinnar, mikilvægi hennar og hin ýmsu mál er lúta að starfsemi hreyfingarinnar. Formaður fór víða í klukkustundarlöngu erindi sínu og eðli málsins samkvæmt fjallaði hann mikið um svokallað Salek samkomulag sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld reyna nú að koma á hér á landi. 

Fram kom í máli formanns að stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness telur að þær hugmyndir sem eru uppi um nýtt vinnumarkaðsmódel að norrænni fyrirmynd séu ein sú mesta ógn sem launafólk og stéttarfélögin hafi staðið frammi fyrir frá stofnun verkalýðshreyfingarinnar. Fór formaður yfir það að VLFA telur að nýtt vinnumarkaðsmódel muni leiða til mikillar skerðingar á samningsfrelsi launafólks og stéttarfélaganna enda snúast hugmyndir um nýtt vinnumarkaðslíkan um að færa ákvörðunartöku um hámarkslaunabreytingar yfir á miðstýrt apparat sem aðilar Salek samkomulagsins eru að móta og koma sér saman um. 

Formaður fór líka yfir að hugmyndir eru uppi um að breyta vinnulöggjöfinni til þess að festa nýtt samningalíkan í sessi. Formaður sagði í erindi sínu að samningsfrelsi launafólks væri hornsteinn íslenskrar verkalýðsbaráttu og það samningsfrelsi megi ekki skerða með nokkrum hætti.

Formaðurinn fór líka yfir skýrslu sem Steinar Holden frá Óslóar Háskóla gerði fyrir aðila Salek samkomulagsins og fjallaði um hugmyndir um nýtt vinnumarkaðsmódel. Í skýrslunni kemur skýrt fram að samningsfrelsi verður stórlega skert ef þessar hugmyndir ná fram að ganga enda gengur nýtt samningalíkan útá að festa í sessi samræmda láglaunastefnu þar sem öllum verður skylt að semja um hóflegar launahækkanir og nefndi formaður í erindi sínu að í skýrslu Steinars hefðu orðin "hóflegar launahækkanir" komið 19 sinnum fyrir í 20 blaðsíðna skýrslu!

Formaður fór líka yfir það vaxtaokur og verðtryggingarofbeldi sem íslenskur almenningur hefur þurft að þola hér á landi í tugi ára með skelfilegum lífsgæðamissi fyrir neytendur. Hann nefndi að það væri gríðarlega mikilvægt að lækka vexti og afnema verðtryggingu á fjárskuldbindingum neytenda. Hann sagði líka að okurvextir og verðtrygging væru ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem auðvelt væri að breyta. Vilji, kjarkur og þor er allt sem þarf til þess.

Þetta var afar skemmtileg stund að mati formanns enda fékk hann margar spurningar tengdar hinum ýmsu málefnum hreyfingarinnar. Svona tækifæri eru líka ágæt til að koma upplýsingum á framfæri um starfsemi íslenskrar verkalýðshreyfingar. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar er mikilvæg og verður mikilvæg áfram, en það kom fram í máli formanns að það er grundvallaratriði fyrir forystumenn í verkalýðshreyfingunni að hlusta vel á rödd alþýðunnar því það er alveg morgunljóst að hægt er að gera betur í hinum ýmsu baráttumálum er lúta að hagsmunum launafólks og nægir að nefna í því samhengi kjör þeirra sem hvað höllustum fæti standa í íslensku samfélagi.

Mál tengd varðveislu hinna ýmsu réttinda félagsmanna Verkalýðsfélags Akraness koma oft inn á borð félagsins. Til að sýna fram á hversu mikilvægt það getur verið fyrir starfsmenn að vera aðilar að stéttarfélagi nægir að nefna að Verkalýðsfélag Akraness hefur innheimt vegna hinna ýmsu kjarasamningsbrota uppundir 300 milljónir frá árinu 2004. Eru þetta allt mál þar sem félagsmenn hafa nauðbeygðir þurft að leita til félagsins við að ná lausn á þeim ágreiningsefnum sínum við vinnuveitendur. 

Þessi réttindabarátta er viðvarandi og sem dæmi þá náði Verkalýðsfélag Akraness sátt í máli við Akraneskaupstað sem skilaði félagsmanni 705.000 kr. í dag og í liðinni viku kláruðust þrjú önnur mál þar sem félagið náði að innheimta 1,3 milljón vegna vangreiddra launa vegna gjaldþrots tveggja fyrirtækja og einnig náðist dómssátt í öðru innheimtumáli þar sem félagsmaður mun fá 376.000 kr. vegna vangreiddra launa. Þannig að bara í síðustu viku tókst VLFA að verja réttindi sinna félagsmanna um sem nam 2,4 milljónum. Það skiptir máli að leita til stéttarfélagsins ef fólk telur að verið sé að brjóta á sér enda eiga stéttarfélögin að standa þétt að baki sínum félagsmönnum við varðveislu á réttindum þeirra.

Friday, 05 December 2014 00:00

Fundað um kjarasamning Norðuráls

Eftir miklar uppákomur í samninganefnd Norðuráls óskuðu trúnaðarmenn allra félaga eindregið eftir því við formann Verkalýðsfélags Akraness á fundi í síðustu viku að hann kæmi aftur inn í samninganefndina og myndi leiða þessar viðræður ásamt aðaltrúnaðarmanni. Fram kom hjá formanni á þessum fundi að trúnaður á milli félaganna sem eiga aðild að stóriðjusamningunum á Grundartanga væri alls ekki til staðar en hinsvegar samþykkti formaður að gera lokatilraun til að eiga samstarf við áðurnefnd félög við gerð þessa kjarasamnings.

Haldnir hafa verið þrír fundir í húsakynnum sáttasemjara. Eins og staðan er í dag er lítið að frétta, búið er að fara ítarlega yfir alla kröfugerðina og útskýra alla liðina er lúta að henni. Næsti fundur hefur verið boðaður á mánudaginn kemur. Má vænta einhverra viðbragða af hálfu forsvarsmanna Norðuráls hvað kröfugerðina sjálfa varðar á þeim fundi.

Friday, 05 December 2014 00:00

Sólarkísilverksmiðjan á fleygiferð

Þessa dagana berast afar jákvæðar fréttir af Silicor materials sólarkísilverksmiðjunni sem til stendur að reisa á Grundartanga. Hvalfjarðarsveit sem fer með aðalskipulag svæðisins lét óháða aðila gera umhverfismat á þessari nýju verksmiðju og það er skemmst frá því að segja að í niðurlagi þeirrar skýrslu kemur fram að þessi nýja sólarkísilverksmiðja verði umhverfisvænasta stóriðjan til þessa.

Í gær samþykkti Hvalfjarðarsveit breytingu á aðalskipulagi og eftir upplýsingum formanns ganga aðrir þættir mjög vel hjá forsvarsmönnum Silicor eins og til dæmis fjármögnun og samningar við orkufyrirtæki. Því er æði margt sem bendir til þess í ljósi þess að ýmsum ljónum á veginum hefur verið rutt úr vegi að framkvæmdir gætu jafnvel hafist í byrjun næsta árs. En það er eins og með allar framkvæmdir, ekki er hægt að fagna endanlega fyrr en allir samningar hafa verið undirritaðir og skóflustungan hefur verið tekin.

Það er morgunljóst að hér er um gríðarlega jákvæða uppbyggingu að ræða sem mun skipta sköpum fyrir Akurnesinga og Hvalfjarðarsveit sem og reyndar landið allt, einfaldlega vegna þess að hér er um 440 vel launuð gjaldeyrisskapandi störf að ræða enda þarf íslenskt þjóðarbú á gjaldeyrisskapandi störfum að halda til að geta rekið menntakerfi, heilsugæslu, löggæslu og önnur mikilvæg innviði samfélagsins.  

Það verður að segjast alveg eins og er að það er hálf lítilmannlegt af Samtökum atvinnulífsins að hafa ekki kjark og þor til að mæta íslensku verkafólki í þeirri kjarabaráttu sem nú er framundan. Þetta kjarkleysi Samtaka atvinnulífsins birtist meðal annars í því að þau hafa tilkynnt að þau muni draga kosningu Starfsgreinasambandsins fyrir félagsdóm og láta reyna á lögmæti hennar. 

Það er hinsvegar lenska hjá Samtökum atvinnulífsins að þegar kemur að kosningu um verkfall er nánast öllu er viðkemur verkfallsboðunum vísað til félagsdóms. Með öðrum orðum þeir þora ekki að mæta íslensku verkafólki í verkfallsátökum.

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands  kom saman til fundar í gær til að meta þá stöðu sem upp var komin í ljósi þess að verkfall Rafiðnaðarsambands Íslands vegna tæknimanna hjá RÚV var dæmt ólöglegt. Með trega, reiði og sorg í hjarta ákvað samninganefnd SGS að hefja frekar nýja kosningu um nýtt verkfall sem hugsanlega mun tefja málið örlítið.

Það er lítilmannlegt eins og áður hefur komið fram að Samtök atvinnulífsins séu ekki tilbúin til að taka slaginn við íslenskt verkafólk heldur leiti allra tæknilegra leiða til að komast hjá verkfallsátökum. 

Þetta hefur gert það að verkum að það bullsýður á íslensku verkafólki yfir þessu framferði Samtaka atvinnulífsins því eina leiðin hjá Samtökum atvinnulífsins til að forðast verkfallsátök er að setjast niður og semja við verkafólk um þannig launakjör að sómi sé að og launin dugi fyrir lágmarksframfærslu. 

Eins og áður sagði hefur þessi framkoma Samtaka atvinnulífsins hleypt illu blóði í íslenskt verkafólk en nú munu landsbyggðafélögin innan Starfsgreinasambandsins þjappa sér enn frekar saman og hvetja íslenskt verkafólk til að standa þétt saman og taka þátt í nýrri kosningu um verkfall en það er mat Verkalýðsfélags Akraness að nú þurfi að herða aðgerðaplanið er lýtur að verkafallinu til mikilla muna vegna þessa framferðis fulltrúa Samtaka atvinnulífsins. 

Á sama tíma og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hafa ekki kjark og þor til að standa andspænis verkföllum verkafólks og gagnrýna sanngjarnar launakröfur þeirra um að lágmarkstaxtar verði komnir uppí 300.000 krónur innan þriggja ára þá dynja yfir okkur umfangsmiklar launahækkanir stjórnarmanna í hinum ýmsu fyrirtækjum.

Þetta eru stjórnarlaun í fyrirtækjum sem tilheyra Samtökum atvinnulífsins, það er greinilegt að þar gilda önnur lögmál þar sem græðgisvæðingin er allsráðandi. Nýjasta hækkun stjórnarlauna er í bankakerfinu upp á tugi þúsunda króna á mánuði svo ekki sé talað um hækkanirnar hjá stjórnarmönnum VÍS upp á 75%. En svo þegar kemur að íslensku verkafólki er talað um að grunnlaun sem eiga að vera orðin 300.000 kr. innan þriggja ára muni ógna íslenskum stöðugleika. Við þessum málflutningi Samtaka atvinnulífsins er ekki nema eitt að segja eða það sama og fiskvinnslukonurnar í HB Granda segja í baráttulagi sem þær gáfu út: Sveiattan!

Friday, 05 December 2014 00:00

Þing sjómannasambandsins

Í gær og í dag stendur yfir þing Sjómannasambands Íslands en fulltrúi sjómannadeildar Verkalýðsfélags Akraness á þessu þingi er formaður félagsins. Þetta þing er haldið í skugga þess að sjómenn hafa verið kjarasamningslausir í tæp 4 ár.

Formaður hélt stutta ræðu á þinginu í gær og sagði að það væri þyngra en tárum taki fyrir sjómenn að vera búnir að vera samningslausir í 4 ár í ljósi þeirrar bláköldu staðreyndar að afkoma sjávarútvegsins á þessum fjórum árum hefur verið ævintýraleg. Nefndi formaður sem dæmi að skuldir sjávarútvegsins 2008 hefðu verið 564 milljarðar en væru í dag rúmir 360 milljarðar og hefðu því lækkað um allt að 200 milljarða á þessum árum. Formaður benti einnig á að hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja hafi einnig verið gríðarlegur, hann var 53 milljarðar árið 2013 eftir skatta en 47 milljarðar árið þar á undan.

Það kom fram í ræðu formanns að stærsta hagsmunamálið hjá sjómönnum væri verðmyndun á sjávarafurðum en þar hafi útgerðarmenn geta fengið að skýla sér á bakvið Verðlagsstofu skiptaverðs sem væri handónýtt apparat sem þyrfti að breyta án tafar. Það verður að markaðstengja allar sjávarafurðir og það er ljóst að með slíku myndi komast á eðlileg verðmyndun en það er einnig ljóst að sjómenn eru að verða af umtalsverðum tekjum ár hvert sem og samfélagið allt.  

Nú rétt í þessu lauk talningu atkvæða í kosningu starfsmanna Norðuráls um nýjan kjarasamning. Á kjörskrá voru 570 starfsmenn, og greiddu 444 þeirra atkvæði eða 77,9%.

- Já sögðu 311 eða 70%
- Nei sögðu 130 eða 29,3%
- Auð og ógild atkvæði voru 3

Það er því ljóst að sá kjarasamningur sem undirritaður var þann 17. mars síðastliðinn er samþykktur með miklum meirihluta atkvæða. 

Þessi afgerandi kosning kemur formanni félagsins ekki á óvart, í ljósi þess að hér er um tímamótasamning að ræða enda aldrei verið gert áður að tengja launahækkanir verkafólks og iðnaðarmanna við hækkun launavísitölunnar.

Nú eru kjaraviðræður vegna kjarasamnings Norðuráls komnar á fulla ferð. Haldnir hafa verið einir þrír formlegir fundir með forsvarsmönnum Norðuráls en á fyrsta fundinum var lögð fram ítarleg kröfugerð sem hefur verið til umræðu á þeim fundum sem nú eru liðnir. Forsvarsmenn Norðuráls hafa ekki tekið efnislega afstöðu til kröfugerðarinnar þó þeir hafi gefið í skyn að þeim hugnist ekki til dæmis krafan um að tekið verði upp sambærilegt vaktakerfi og er hjá Elkem Ísland.

Það er mat formanns að framundan séu gríðarlega erfiðar kjaraviðræður, ekki bara varðandi Norðurál heldur alla þá kjarasamninga sem eru lausir og Verkalýðsfélag Akraness á aðild að. Það er til dæmis morgunljóst að væntingar til dæmis starfsmanna Norðuráls til verulegra launahækkana eru miklar og eru þær væntingar svo sannarlega eðlilegar í ljósi þeirrar staðreyndar að rekstur Norðuráls hefur ætíð gengið gríðarlega vel og er það hið besta mál. Það liggur fyrir að hagsmunir stéttarfélagsins, starfsmanna og fyrirtækisins liggja algjörlega saman þegar kemur að góðri afkomu fyrirtækja. Það er eins eðlilegt og hugsast getur að starfsmenn Norðuráls hafi miklar væntingar til veglegra launahækkana vegna þeirra afkomutalna sem nú þegar liggja fyrir varðandi rekstur fyrirtækisins.

Það jákvæða í þessu öllu saman er að samstaða starfsmanna Norðuráls er gríðarleg og með slíkri samstöðu er hægt að ná æði langt þegar kemur að bættum kjörum. En eins og áður sagði er framundan harður kjaravetur og óttast formaður að ef líkja á komandi kjaraviðræðum við veðrið þá megi segja að viðræðurnar gætu orðið suðvestan útsynningur með hvössum éljum. Vonandi hefur formaður rangt fyrir sér hvað þetta varðar en þetta er tilfinning hans á þessari stundu. 

Næsti fundur verður haldinn 17. desember næstkomandi og á þeim fundi munu forsvarsmenn fyrirtækisins leggja fram hugmyndir að hækkun launaliðar og svara kröfunni efnislega frá A til Ö. Eins og áður hefur komið fram hafa þeir ýjað að því að þeir ætli að hafna því að taka upp fjölskylduvænt vaktakerfi og ef það verður lokaniðurstaðan er ljóst að brugðið getur til beggja vona hvað varðar framhald þessara viðræðna. Enda eru háværar raddir innan verksmiðjunnar um að hverfa frá þessu 12 tíma vaktakerfi og taka upp 8 tíma kerfi eins og tíðkast hjá Elkem Ísland og Alcan í Straumsvík.

Það er mikilvægt fyrir öll góð fyrirtæki að átta sig á því að það skiptir höfuðmáli að vera með gott starfsfólk. Án góðra starfsmanna næst aldrei góður árangur í rekstri og afkomu fyrirtækja. Þess vegna er mikilvægt að hlusta á starfsfólkið og stéttarfélögin og þær ábendingar og athugasemdir sem það hefur fram að færa. Ein af ábendingunum sem starfsmenn hafa komið með er að álag á starfsmenn hafi á undanförnum misserum aukist allverulega vegna framleiðsluaukningar og hagræðingar innan fyrirtækisins. Sem betur fer hefur þessu verið mætt að hluta til og er það einlæg von formanns að það náist farsæl lausn í þessum kjaraviðræður þar sem hagsmunir starfsmanna verði hafðir að leiðarljósi því þeir eiga það svo sannarlega skilið.

Monday, 23 March 2015 15:34

Atkvæðagreiðsla um verkfall hafin!

Á slaginu 08:00 í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og hafa samband við skrifstofu SGS eða sitt stéttarfélag ef einhverjar spurningar vakna. Þá er rétt að benda á vefsvæði SGS sem inniheldur mikið magn gagnlegra upplýsinga um verkfallsaðgerðirnar.

Eins og áður sagði þá er um rafræna atkvæðagreiðslu að ræða. Lykilorðið sem fylgir með kjörgögnum veitir aðgang að kosningunni, sem fer fram hér. Hver og einn ber ábyrgð á sínu atkvæði. Atkvæðin eru ekki persónurekjanleg þannig að það er ekki hægt að óska eftir nýju lykilorði, ef það kynni að glatast. Þar af leiðandi er mikilvægt að passa vel upp á lykilorðið.

Ef einhver telur sig eiga að vera á kjörskrá en fær ekki send kjörgögn þá getur viðkomandi kært sig inn á kjörskrá. Sá hinn sami þarf þá að hafa samband við stéttarfélagið sitt. Í framhaldinu er málið sent til kjörstjórnar sem mun taka afstöðu til þess.

Að síðustu vill Starfsgreinasamband Ísland eindregið hvetja kosningabæra félagsmenn að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og greiða atkvæði um verkfallsboðunina. 

Nú er reynir á að íslenskt verkafólk standi saman sem eitt, berjist fyrir réttlátum kröfum og sendi Samtökum atvinnulífsins skýr skilaboð!

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni var undirritaður tímamótasamningur fyrir starfsmenn Norðuráls þriðjudaginn 17. mars síðastliðinn. Tímamótasamningur sem byggist á því að laun starfsmanna Norðuráls munu taka þeim hækkunum sem launavísitala Hagstofunnar kveður á um. 

Formaður hefur verið að kynna þennan nýja kjarasamning fyrir starfsmönnum af miklum móð í gær og í dag. Sem dæmi var formaður mættur á Grundartangasvæðið kl. 7 í gærmorgun og lauk síðustu kynningunni kl. 22 um kvöldið og var síðan mættur aftur kl. 7 í morgun til að kynna samninginn fyrir starfsmönnum. Það er upplifun formanns miðað við þá fundi sem búnir eru að almennt séu starfsmenn nokkuð sáttir þrátt fyrir að ekki hafi náðst að breyta vaktakerfinu yfir í 8 tíma kerfi eins og að var stefnt. Formaður mun ljúka við að kynna samninginn á mánudaginn en eftir helgi og fram til fimmtudagsins 26. mars verður hægt að kjósa um samninginn. Þann dag mun niðurstaða liggja fyrir um hvort samningurinn hefur verið samþykktur eða ekki. 

Kjarasamningurinn er eins og áður sagði tengdur við launavísitölu sem ekki hefur áður verið gert á íslenskum vinnumarkaði fyrir íslenskt verkafólk og iðnaðarmenn og því um algjör tímamót að ræða. Laun starfsmanna hækka frá 1. janúar auk þess sem þeir fá 300.000 kr. eingreiðslu og síðan kemur önnur launahækkun 1. júlí næstkomandi. Sú hækkun verður tengd hækkun launavísitölunnar frá desember 2014 til júní 2015. Það er skemmst frá því að segja að nú þegar eru komnar tvær mælingar frá Hagstofunni fyrir þetta tímabil. Önnur þeirra er 0,7% hækkun launavísitölunnar og í dag birtist hækkun launavísitölunnar fyrir febrúarmánuð og reyndist hún 0,5%. Það þarf ekki að fara í grafgötur með það að hér er um algjöran tímamótasamning að ræða enda hefur starfsmönnum Norðuráls verið tryggt með afgerandi hætti að þeir njóti alls þess launaskriðs sem mun verða á íslenskum vinnumarkaði.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image