• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com
Tuesday, 28 July 2009 00:00

Atvinnulausum fækkar

Fækkað hefur umtalsvert fólki á atvinnuleysisskrá hér á Akranesi að undanförnu og verða það að teljast afar ánægjuleg tíðindi í ljósi þess ástands sem nú ríkir í íslensku atvinnulífi vítt og breitt um landið.

Ástæða þess að störfum hefur verið að fjölga er fyrst og fremst að þakka vinnslunni sem er tengd hvalveiðum en hátt í 150 manns starfa nú við vinnslu upp í Hvalfirði sem og hér á Akranesi.  Einnig er ekki nein vafi á að þau tryggju störf sem stóriðjan er að veita tryggir mikin stöðugleika í atvinnulífinu hér á Akranesi.

Mest urðu 333 atvinnulausir á Akranesi, í dag eru 259 án atvinnu eða í hlutastörfum 112 karlar og 147 konnur og hefur því atvinnulausum fækkað um 74 á síðustu mánuðum eða sem nemur 28,5%.  Því miður eru þessi störf í kringum hvalveiðarnar tímabundar og er reiknað með að veiðarnar og vinnslan standi eitthvað framí ágúst eða september.

Formaður félagsins skrifaði ítarlega frétt hér á heimasíðuna 25 júlí um það hvernig Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa ítrekað reynt að fá lífeyrissjóðina til að þverbrjóta lög nr 129/1997 um lífeyrismál en sem betur fer hefur Fjármálaeftirlitið staðið vaktina vel og bent lífeyrissjóðunum á að það sem ASÍ og SA vilja láta þá framkvæma standist ekki lög.

Málið lýtur að því að ASÍ og SA vilja þvinga launafólk til að greiða allt mótframlagið inn til lífeyrissjóðanna en þetta auka framlag mun nema þegar það verður komið að fullu til framkvæmda 3.5%. FME hefur ítrekað bent á að launafólk hefur val um að greiða svokallaða tilgreinda séreign til hvaða vörsluaðila sem það kýs að velja en þessu hafa ASÍ og SA ekki viljað una þrátt fyrir að FME hafi ítrekað bent á að þvingun þeirra stangist á við lög. Sjá hér og hér

Þrátt fyrir þessar alvarlegu ábendingar Fjármálaeftirlitsins þá hefur forysta ASÍ reynt ítrekað að koma í veg fyrir að launafólk geti valið sér vörsluaðila til að ávaxta þessa svokölluðu séreign. En ASÍ og SA hafa verið að reyna að fá stjórnvöld til að breyta lögum þannig að allt launafólk verði þvingað með lögum til að leggja allt framlagið inn til lífeyrissjóðanna og ekki bara það heldur leggja ASÍ og SA til að þessi tilgreinda séreign verði skerðingarhæf frá greiðslum frá Tryggingarsofnun sem er með öllu óskiljanlegt.

Eins og áður hefur komið fram þá hefur FME ítrekað bent á að þetta stangist á við lög um lífeyrismál en þrátt fyrir það hætta ASÍ og SA ekki við að reyna að koma í veg fyrir það að launafólk hafi þetta val og þeir reyna að beita öllum brögðum í bókinni til þess og núna samþykkti miðstjórn ASÍ að óskað yrði eftir því við lífeyrissjóðina að launafólk hefði ekki val um að leggja aukið framlag upp á allt að 3,5% í svokallaða tilgreinda séreign heldur vildi miðstjórn ASÍ að allt framlagið myndi renna í samtrygginguna þvert gegn því sem samþykkt var í kjarasamningum frá 2016. Formaður VLFA efaðist strax um að miðstjórn ASÍ hefði lagalega heimild til að svíkja launafólk með þessum hætti og ákvað því að senda erindi á Fjármálaeftirlitið og spurði hvort hægt væri fyrir lífeyrissjóðina að banna launafólki að leggja auka framlagið í tilgreinda séreign en þvinga það þess í stað til að setja það allt í samtrygginguna þvert gegn samþykktum sjóðanna og kjarasamningsbundnum rétti launafólks.

Svar Fjármálaeftirlitsins til Verkalýðsfélags Akraness var skýrt, en við fyrstu skoðun segir FME að það stangist á við lög og samþykktir lífeyrissjóðanna og bendir á að breyta þurfi samþykktum lífeyrissjóðanna ef þetta eigi að vera hægt!!!!

Semsagt enn og aftur reynir forysta ASÍ og SA að brjóta lög nr. 129/1997 um lífeyrismál og núna vildu þau að kjarasamningsbundinn réttur launafólks sem samið var um 2016 yrði að engu hafður þannig að launafólk hefði ekki lengur val um að leggja hluta að þessu  mótframlagi í séreign eins og samið hafði verið um og líka í ljósi þess að búið var að breyta samþykktum lífeyrissjóða til að gera þetta framkvæmanlegt.

Formaður VLFA verður að hrósa Fjármálaeftirlitinu, en þetta er í þriðja sinn sem FME tekur forystu ASÍ og Samtaka atvinnulífsins á lærið og rassskellir þá vegna tilgreindu séreignarinnar og segir svona gerið þið ekki því þið eruð að brjóta lög!

Það er með svo miklum ólíkindum hvernig forysta ASÍ fótum treður réttindi sinna félagsmanna og leggur til ítrekað að lög og samþykktir lífeyrissjóðanna séu brotnar.Svo ekki sé talað um kjarasamningsbundin réttindi félagsmanna sinna.

En hvað vakir fyrir forystu ASÍ? Formaður skal fúslega viðurkenna að hann áttar sig alls ekki á því annað en það að þeir vilja að allt þetta aukaframlag upp á 3,5% renni allt til lífeyrissjóðanna og launafólk hafi alls ekki val um að velja sér aðila annan en lífeyrissjóðina til að ávaxta þessa tilgreindu séreign. Þeir vilja að lög verði sett sem skyldi allt launafólk til að leggja allt framlagið til lífeyrissjóðanna og launafólk hafi ekkert annað val. Þeir vilja líka að þessi tilgreinda séreign verði skerðingarhæf frá greiðslum frá Tryggingastofnun sem er með öllu óskiljanlegt.

Það er mér allavega hulin ráðgáta hví forystan vinnur svona gegn sínum eigin félagsmönnum og þeir virðast vera til í að fórna hagsmunum þeirra til að verja hagsmuni lífeyriskerfisins.

En allavega hefur Fjármálaeftirlitið enn og aftur slegið illilega á puttana á forystu ASÍ og sagt svona gera menn ekki! Eitt er víst að Verkalýðsfélag Akraness ætlar ekki að láta forystu Alþýðusambandsins komast upp með þessi vinnubrögð.

Wednesday, 29 July 2009 00:00

Segjum nei við svartri atvinnustarfsemi

Samtök Iðnaðararins SI hafa nú hleypt af stokkunum auglýsingaátaki gegn svartri atvinnustarfsemi.  Stjón Verkalýðsfélags Akraness fagnar þessu átaki enda er svört atvinnustarfsemi eitt af okkar helstu samfélagsmeinum.

Svarti markaðurinn hefur grafið undir eðlilegu samkeppnisumhverfi fyrirtækja og veikir réttarstöðu einstaklinga, bæði þeirra sem vinna svarta vinnu og þeirra sem kaupa svarta vinnu.

Á heimasíðu SI má finna upplýsingar um svarta atvinnustarfsemi og þá fjármuni sem þjóðarbúið verður af vegna hennar á hverju ári. Þessa fjármuni þurfum við öll að taka þátt í að borga með aukinni skattheimtu og samdrætti í þjónustu hins opinbera. 

Á ársgrundvelli er talið að samfélagið sé svikið um 40 milljarða á ári, já 40 þúsund milljónir, engin smá upphæð það. Þessi upphæð dugir t.d. til að greiða skólamáltíðir fyrir 40 þúsund grunnskólanemendur í 13 ár ! 

það er morgunljóst að nú þarf þjóðarbúið á öllum þeim fjármunum að halda sem því ber í því skelfingar ástandi sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi.  Það er með öllu óþolandi og ólíðandi að stunduð sé svört atvinnustarfsemi sem leiðir af sér að heiðarleg fyrirtæki eru ekki samkeppnishæf við þau fyrirtæki sem koma sér hjá því að greiða opinbergjöld.

Það er einnig mikilvægt fyrir launþega að vita að þeir eru að taka gríðarlega áhættu með slíku háttarlagi enda eru þeir ótryggðir ef eitthvað kemur fyrir.  Einnig eru þeir sem stunda svarta vinnu að verða af umtalsverðum réttindum sem þeir ávinna sér inn hjá sínum stéttarfélögum. 

Ríkið sem jú við sjálf  munar um 40 milljarða á ári.  Við erum að horfa upp á skerta þjónustu í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og einnig er verið að skerða laun opinbera starfsmanna vegna samdráttar í tekjum ríkissjóðs og aukinnar skuldarbyði hjá hinu opinbera.  Það væri hægt að nota 40 milljarða til að efla atvinnu og standa vörð um velferðaþjónustuna.

Það er nauðsynlegt að allir taki þátt í að stemma stigu við svartri atvinnustarfsemi af hvaða toga sem hún kann að vera. Samfélagið þarfnast þessara fjármuna nú sem aldrei fyrr. Nánar má fræðast um átakið á heimasíðu SI.

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands munu í dag funda í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Tilefni fundarins er sú alvarlega staða sem upp er komin vegna þeirrar ákvörðunar Samtaka atvinnulífsins að ætla að ekki að efna samkomulagið sem samninganefnd ASÍ undirritaði þann 25. febrúar sl.

Þetta samkomulag gekk út á að fresta launahækkunum sem áttu að taka gildi 1. mars sl. til 1. júlí.  Nú hafa SA sagt að þeir séu ekki tilbúnir til að standa við áðurnefnt samkomulag nema að hluta til.  Afstaða Verkalýðsfélags Akraness er nákvæmlega sú sama og í febrúar, félagið er alfarið á móti því að fresta eða breyta dagsetningum á þeim launahækkunum sem um hefur verið samið.

Verkafólk var þvingað til að fresta sínum launahækkunum sem um var samið 17. febrúar 2008 og áttu að taka gildi 1. mars sl. og á þeirri forsendu verður verkalýðshreyfingin í heild sinni að standa þétt saman í því að knýja á um að þær launahækkanir sem eiga að taka gildi 1. júlí nk. taki gildi þá, eins og samkomulagið kveður á um. Enda gengur það heldur alls ekki upp að vera með launataxta sem eru lægri en atvinnuleysisbætur.

Það er alveg morgunljóst að það gengur ekki upp að ríki, sveitarfélög, verslunareigendur, tryggingafélög og aðrir þjónustuaðilar varpi sínum vanda út í verðlagið á meðan launþegar þurfa ekki aðeins að taka við gríðarlegri aukningu á greiðslubyrði heldur einnig að sæta skerðingum á sínum launakjörum. Vart getur þetta verið stöðugleikinn sem menn eru að vinna að.

Í gær var formannafundur Starfsgreinasambands Íslands þar sem farið var yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í samningamálum við Samtök atvinnulífsins, en eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni þá hafa Samtök atvinnulífsins hafnað því að standa við það samkomulag sem gert var 25. febrúar sl.

Á fundinum kom fram að tilboð SA felur í sér tvískiptingu umsaminna launahækkana sem koma áttu til framkvæmda 1. mars þannig að helmingur, 6.750 kr. bætist við mánaðarlaun nú 1. júlí en helmingur 1. nóvember. Ennfremur verði 3,5% hækkun á laun yfir launatöxtum frestað til 1. nóvember.

Þá er um frestun á umsaminni launahækkun um næstu áramót fram á haust 2010. Talið er líklegt að náist ekki samkomulag með tilslökunum verkalýðshreyfingarinnar á umsömdum launahækkunum muni Samtök Atvinnulífsins segja upp gildandi kjarasamningi og verða þá samningar lausir.

Mjög skiptar skoðanir voru á fundinum í gær um hvað gera skuli. Fram kom hjá formanni Verkalýðsfélags Akraness að hann telji að það eigi að standa fast í lappirnar og krefja atvinnurekendur um að standa við afar hófstilltan samning sem gerður var 17. febrúar 2008. Að öðrum kosti verði samningunum sagt upp.

Stjórn og trúnaðarráð mun koma saman til fundar á morgun þar sem farið verður yfir þessa alvarlegu stöðu.

Thursday, 04 June 2009 00:00

Stöðugleikasáttmáli hvað?

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir á mbl.is í dag að þessi stýrivaxtalækkun uppá 1% þýði að líklega lognist út allar kjaraviðræður því ekki sé hægt að hækka laun með stýrivexti svona háa.

Nú liggur fyrir að kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði hanga á bláþræði en samkvæmt samkomulagi sem gert var við Samtök atvinnulífsins 25. febrúar sl. þá á verkafólk sem starfar eftir kauptöxtum að hækka þann 1. júlí nk. um 13.500 kr. á mánuði. Aðrir eiga að hækka um 3,5%.

Samtök atvinnulífsins hafa hafnað því algerlega að standa við þetta samkomulag á grundvelli þess að atvinnulífið þoli ekki þessa hækkun m.a. vegna hás vaxtastigs. Þór Sigfússon formaður Samtaka atvinnulífsins sagði t.d. í útvarpsviðtali í gær að ef ekki kæmi til verulegrar vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum þá væri verið að kveðja íslenskt atvinnulíf. Það er alvitað að hátt vaxtastig er bæði að leggja fyrirtæki og skuldsett heimili að velli.

Ef þetta er raunin þá spyr formaður sig, hví í ósköpunum beita íslensk stjórnvöld sér ekki af fullri hörku fyrir því að keyra hér niður stýrivexti, þó ekki væri nema til þess eins að gera atvinnurekendum kleyft að standa við hóflega gerða kjarasamninga frá 17. febrúar 2008 og forða um leið átökum á íslenskum vinnumarkaði.

Er þetta stöðugleikasáttmálinn sem unnið er að? Er þetta ávinningur verkalýðshreyfingarinnar af þríhliða samkomulagi sínu við atvinnurekendur og stjórnvöld? Það eina sem hefur komið frá ríkisvaldinu er hækkun á veltusköttum upp á 3 til 5 milljarða sem leiðir til þess að verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hækka um 8 milljarða, er þetta stöðugleikasáttmálinn?

Það er í raun og veru ótrúlegt að það skuli vera hægt að afstýra átökum á íslenskum vinnumarkaði með því að lækka stýrivextina til muna og slíkt hafi ekki verið gert. Alþýðusamband Íslands á svo sannarlega að velta því fyrir sér að efna til harðra mótmæla vegna þessarar ákvörðunar Seðlabankans og aðgerðaleysis stjórnvalda.

Í morgun fengu leikskólabörn á Akranesi glaðning frá Verkalýðsfélagi Akranesi í tilefni sjómannadagsins sem er á sunnudaginn. Vilhjálmur Birgisson formaður félagsins, Jóhann Örn Matthíasson formaður sjómannadeildar og Eiríkur Jónsson formaður sjómannadagsráðs færðu yfir 400 börnum á öllum leikskólum bæjarins harðfisk.

Börnin á Teigaseli gerðu sér glaðan dag í tilefni dagsins og hittu þeir félagar börnin á hafnarsvæðinu þar sem þau skemmtu sér við pokahlaup og ýmsa aðra leiki tengda sjómannadeginum. Einnig komu þeir færandi hendi á Vallarsel, Garðasel og Akrasel.

Friday, 05 June 2009 00:00

Sjómannadagurinn 2009

Eins og venja er verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um allt land næstkomandi sunnudag. Verkalýðsfélags Akraness hefur, eins og undanfarin ár, tekið þátt í skipulagningu og framkvæmd hátíðarhaldanna.

Klukkan 10 að morgni sjómannadags verður minningarstund við minnismerkið í kirkjugarðinum. Að því loknu verður hátíðarguðsþjónusta í Akraneskirkju kl. 11. Þar munu þrír merkismenn í okkar samfélagi verða heiðraðir, þeir Kristján Pétursson fyrrv. skipstjóri á Höfrungi, Þorvaldur Guðmundsson fyrrv. skipstjóri á Akraborginni og yfirhafnarvörður hjá Faxaflóahöfnum og Stefán Lárus Pálsson fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður.

Að messu lokinni verður gengið fylktu liði að minnismerki sjómanna á Akratorgi og blómsveigur lagður að því eftir stutta athöfn.

Akraneskaupstaður mun eftir athöfnina standa fyrir hófi til heiðurs sjómönnunum þremur sem hljóta heiðursmerki sjómannadags.

Verkalýðsfélag Akraness vill óska sjómönnum landsins innilega til hamingju með daginn. Hægt er að lesa um sögu sjómannadagsins með því að smella á meira.

Sjómannadagurinn - saga og uppruni

"Sjómannadagurinn er haldinn fyrsta sunnudag í júní nema hvítasunnu beri upp á hann, þá viku síðar. Hann var fyrst haldinn í Reykjavík árið 1938 en á fáum árum breiddist hann út um öll sjávarpláss og er þar víða mestur hátíðisdagur að jólunum undanskildum. ...

Markmið dagsins eru að efla samhug sjómanna, kynna þjóðinni starf þeirra og minnast drukknaðra. Samtök sjómanna sjá um hátíðhöld á sjómannadaginn.

Sjómannadagurinn tók að nokkru leyti við af hinum gamla lokadegi vetrarvertíðar 11. maí sem miðast hafði við árabáta og seinna vélbáta. ...

Fyrsti undirbúningsfundur að almennum sjómannadegi var haldinn 8. mars 1937. Þangað komu fulltrúar frá Félagi íslenskra loftskeytamanna, Sjómannafélagi Reykjavíkur, Skipstjórafélagi Íslands, Skipstjóra- og stýrimannafélagi Reykjavíkur, Skipstjórafélaginu Kára í Hafnarfirði, Skipstjórafélaginu Ægi, Skipstjórafélaginu Öldunni, Vélstjórafélagi Íslands og Matsveina- og veitingaþjónafélagi Íslands. ...

Fyrsti sjómannadagurinn var haldinn í Reykjavík og á Ísafirði 6. júní 1938 og tókst með miklum ágætum. Talið er að í Reykjavík hafi um tvö þúsund sjómenn tekið þátt í skrúðgöngu frá Stýrimannaskólanum við Öldugötu um Ægisgötu, Túngötu, Aðalstræti, Austurstræti, Bankastræti og Skólavörðustíg að styttu Leifs Eiríkssonar. Lúðrasveit lék fyrir göngunni. ...

Síðan hefur sjómannadagurinn verið haldinn hátíðlegur og með hverju ári fjölgaði þeim stöðum þar sem hann var haldinn. Þegar árið 1940 eru hátíðahöld í Keflavík, á Akranesi, Flateyri, Bolungarvík, Ísafirði, Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri og í Vestmannaeyjum. Innan fárra ára hafði þessi hátíðisdagur breiðst út um allt land. ...

Í mörgum kaupstöðum og öðrum sjávarplássum utan Reykjavíkur hefur sjómannadagurinn orðið mesta hátíð ársins á eftir jólum. Umsvið sjómannaráðs á höfuðborgarsvæðinu færðust einnig stöðugt í aukana. Mestu framkvæmdir á vegum þess eru vafalaust Dvalarheimili aldraðra sjómanna....

Árið 1939 efndi sjómannadagsráð til samkeppni um ljóð og lag fyrir sjómannadaginn. Skáld og tónsmiðir brugðust skjótt við og bárust 42 kvæði en 27 göngulög. Fyrstu verðlaun hlaut Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) fyrir ljóð sitt „Hrafnistumenn“ við lag eftir Emil Thoroddsen. Hefur það síðan orðið óbeinn einkennissöngur sjómannadagsins. ...

Um sjómannadaginn voru sett sérstök lög árið 1987 þar sem kveðið er á um tímasetningu hans og settar reglur til að tryggja sem flestum sjómönnum frí á sjómannadaginn. Í þeim er einnig ákvarðað að hann skuli vera almennur fánadagur. Hann hafði ekki verið einn fánadaganna í forsetaúrskurði um þá 1944, en snemma varð það almennur siður að draga fána að húni á sjómannadaginn, bæði á landi og á skipum í höfn. Í endurnýjuðum forsetaúrskurði frá 1991 er sjómanndagurinn á sínum stað, einn af ellefu opinberum fánadögum."

Árni Björnsson. "Saga daganna." Mál og menning. Reykjavík 1993. Bls. 144-147.

Í hátíðarguðsþjónustu í Akraneskirkju í gær voru heiðraðir merkismenn í tilefni sjómannadagsins. Þeir sem heiðraðir voru eru þeir Kristján Pétursson fyrrv. skipstjóri á Höfrungi, Þorvaldur Guðmundsson fyrrv. skipstjóri á Akraborginni og yfirhafnarvörður hjá Faxaflóahöfnum og Stefán Lárus Pálsson fyrrv. skipstjóri og útgerðarmaður.

Að heiðruninni lokinni var gengið fylktu liði að minnismerki sjómanna á Akratorgi þar sem Eiríkur Jónsson formaður Sjómannadagsráðs lagði blómsveig að því eftir stutta athöfn.

Eftir athöfnina stóð Akraneskaupstaður fyrir hófi í safnaskálanum til heiðurs sjómönnunum þremur sem hlutu heiðursmerki sjómannadags.

Það er Verkalýðsfélag Akraness sem stendur að þessari athöfn er lýtur að heiðrun sjómanna, minningarathöfninni um týnda sjómenn og athöfninni sem fram fer á Akratorgi þar sem blómsveigur er lagður að minnisvarða um látna sjómenn.

Verkalýðsfélag Akraness óskar áðurnefndum aðilum innilega til hamingju með heiðrunina.

Tuesday, 09 June 2009 00:00

Áskorun til olíufélaganna

Nú hafa öll olíufélögin tekið ákvörðun um að endurgreiða öllum þeim sem tóku bensín á bensínstöðvum fyrirtækisins þá daga sem ný eldsneytisgjöld ríkisstjórnarinnar voru rukkuð inn án þess að þau væru komin á birgðirnar. 

N1 lét reikna út fyrir sig að ofteknu gjöldin á áðurnefndu tímabilin námu um 9 milljónum króna. Þeir tilkynntu á sama tíma að þeir muni gefa ofteknu gjöldin til góðgerðarmála.

Verkalýðsfélag Akraness vill hins vegar minna öll olíufélögin á að bensínafgreiðslufólk og annað starfsfólk olíufélaganna sem starfar eftir lágmarkstöxtum á hinum almenna vinnumarkaði var þvingað til að afsala sér hækkun sem átti að taka gildi 1. mars sl., hækkun upp á 13.500 kr. á launataxta. Með öðrum orðum þá hefur afgreiðslufólk á bensínstöðvum orðið af 40.500 krónum á síðustu þremur mánuðum.

Á þeirri forsendu skorar Verkalýðsfélag Akraness á N1 sem og öll hin olíufélögin að greiða starfsfólki sínu sem vinnur eftir kjarasamningi á hinum almenna vinnumarkaði þá hækkun sem að fólkið var þvingað til að afsala sér 1. mars sl. Sem dæmi þá duga þær 9 milljónir sem N1 oftók til að greiða 222 starfsmönnum 40.500 krónur, eins og kjarasamningur þeirra var búinn að gera ráð fyrir að þeir sem starfa eftir taxtakerfi fengju.

En eins og frægt er þá gengu Samtök atvinnulífsins og samninganefnd ASÍ frá samkomulagi 25. febrúar sl. um frestun á hækkunum til 1. júlí nk. Nú liggur hins vegar fyrir að atvinnurekendur ætla ekki heldur að standa við það samkomulag sem gert var 25 febrúar sl, hugsanlega að hluta til.

Það er skoðun Verkalýðsfélags Akraness að olíufélögin hafi fulla burði til að standa við þann kjarasamning sem gerður var 17. febrúar 2008. Þúsundir starfsmanna starfa hjá olíufélögunum vítt og breitt um landið og vinnur stór hluti þessa fólks á lágmarkstöxtum.

Olíufélögin hafa verið dugleg við að varpa sínum vanda beint út í verðlagið og á þeirri forsendu er algerlega ástæðulaust að veita olíufélögunum afslátt á kjarasamningum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image