• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
VLFA

VLFA

Big fan of open source and Joomla

Website URL: http://joomlabuff.com

Þeir eru glaðir félagsmennirnir sem skrifstofa félagsins hefur verið að hafa samband við að undanförnu. En lögmaður félagsins hefur verið að vinna í innheimtumálum vegna vangoldinna launa í gjaldþroti nokkurra fyrirtækja.

Heildarupphæðin sem félagið hefur innheimt að undanförnu í gegnum Ábyrgðarsjóð launa nemur rétt tæpum 7 milljónum króna, en þau fyrirtæki sem um ræðir eru: Handafl - byggingafélag, Íslandsfrakt, Öryggismiðstöð Vesturlands, Byggingafélagið Baula, Nýbygg og P.M.T.

Öll þessi fyrirtæki hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og í einu tilfellinu þurfti félagið að leita til dómsstóla til að gera kröfu á Ábyrgðasjóð launa mögulega. Einnig eru nokkur innheimtumál til viðbótar enn til meðferðar.

Þetta sýnir hversu mikilvæg stéttarfélög geta verið fyrir hinn almenna félagsmann, en öll þessi þjónusta er félagsmanninum að sjálfsögðu að kostnaðarlausu.

Það er hins vegar áhyggjuefni hversu langan tíma það getur tekið að ná greiðslum út úr Ábyrgðasjóði launa en það getur tekið allt frá 3-4 mánuðum upp í 12 mánuði og því er mikilvægt að félagsmenn sýni því eins mikinn skilning og kostur er.

Eins og fram hefur komið hér á heimsíðunni  sjá hér og hér þá hefur Verkalýðsfélag Akraness gagnrýnt forystu ASÍ harðlega hvernig hún hefur fótum troðið kjarasamningsbundinn rétt launafólks er lýtur að ráðstöfun á svokallaðri bundinni séreign sem um var samið í kjarasamningum í janúar 2016. Nægir að nefna í því samhengi að Fjármálaeftirlitið hefur í þrígang þurft að benda forystu ASÍ á að þeirra tilmæli til lífeyrissjóðanna standist ekki lagastoð sjá hér og hér

Vegna þessarar gagnrýni frá Verkalýðsfélagi Akraness var formanni Verkalýðsfélags Akraness og forseta ASÍ  boðið að koma í þáttinn Reykjavík síðdegis á síðasta fimmtudag til að fjalla um þennan ágreining.

Í þessu viðtali þá rakti formaður söguna um aukið framlag sem samið var um í kjarasamningunum 2016 og þau alvarlegu atriði sem VLFA hefur gert athugasemdir við hvað varðar tilburði forystu ASÍ til að vinna gegn hagsmunum félagsmanna ASÍ.

Eitt af því sem VLFA hefur gagnrýnt harðlega er að hugmyndir eru uppi um að þessi tilgreinda séreign muni skerða bætur almannatrygginga. En formaður gagnrýndi þann þátt sérstaklega enda glórulaust að vera að semja um aukið framlag í lífeyrissjóði ef það leiðir til skerðingar á greiðslum frá Tryggingastofnun enda eru allir vitibornir menn sammála um mikilvægi þess að draga úr öllum tekjutengingum hvað varðar greiðslur frá Tryggingastofnun. Það er mat flestra að þessar tekjutengingar séu á góðri leið með að eyðileggja lífeyriskerfið enda lítill ávinningur sem launafólk hefur þegar nánast allar greiðslur frá Tryggingastofnun eru dregnar frá vegna greiðslna frá lífeyrissjóðum. Því hefur VLFA sagt það óskiljanlegt að forysta ASÍ sé að vinna að því að þessi tilgreinda séreign verði skerðingarhæf hvað greiðslur frá Tryggingastofnun varðar.

Á hverju byggir Verkalýðsfélag Akraness það að hugmyndir séu uppi um að þessi tilgreinda séreign verði skerðingarhæf? Halda menn virkilega að VLFA sé bara að búa slíkt til? Að sjálfsögðu ekki enda var það tilkynnt á auka aðalfundi Festu lífeyrissjóðs að þessi tilgreinda séreign yrði skerðingarhæf og á þessum auka aðalfundi var Halldór Benjamín framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og í samtali formanns VLFA við hann kom fram að vilji SA og ASÍ væri sá að þessi tilgreinda séreign verði skerðingarhæf.

Þessar hugmyndir um skerðingu á greiðslum frá Tryggingastofnun voru líka ræddar á þingi Starfsgreinasambands Íslands sem haldið var í október og þar voru þessar hugmyndir líka staðfestar.

Það var því með ólíkindum að hlusta á óheiðarleika forseta ASÍ í þessum umrædda þætti þar sem hann þrætti eins og sprúttsali fyrir það að einhverjar slíkar tillögur væru á teikniborðinu. Það er sorglegt að maður sem á að vera æðsti maður íslenskrar verkalýðshreyfingar vílar ekki fyrir sér að segja þjóðinni og sínum félagsmönnum ósatt. Það eru vinnubrögð sem engum eru sæmandi og allra síst forseta ASÍ.

En orðrétt sagði forseti ASÍ um hvort tilgreind séreign verði skerðingarhæf frá greiðslum frá Tryggingarstofnun:

„Það eru engar tillögur um það hvorki í ákvörðun miðstjórnar né í samningi þeim sem við gerðum né í því frumvarpi sem var til vinnslu. Þannig að ég veit ekki alveg hvaðan þú tekur þetta. Það eru engar tillögur á borðinu svo ég viti.“

Þetta svar er ótrúlegt og virkilega óheiðarlegt í ljósi þess sem hér að ofan hefur verið rakið m.a. var það kynnt eins og áður sagði að þessi tilgreinda séreign yrði skerðingarhæf á auka aðalfundi Festu lífeyrissjóðs og nú kannast forseti ASÍ ekki við eitt né neitt.

Þetta var alls ekki það eina sem vakti athygli sem forseti ASÍ sagði í þessu viðtali en hann sagði að allir forstjórar landsins sem væru komnir á eftirlaun fengju fullar bætur frá Tryggingastofnun vegna þess að þeir hefðu tekið allan lífeyri sinn út í séreign. Hér er mjög alvarleg ásökun sem forseti ASÍ slengir fram og 99,9% líkur á að þetta standist ekki nokkra skoðun en sé sagt í þeim tilgangi að reyna að afvegaleiða umræðuna frá því að til standi að skerða tilgreindu séreignina.

Það er algjör skylda fréttamanna að krefja forseta ASÍ skýringa á þessari ásökun um að allir forstjórar landsins sem eru komnir á eftirlaun séu að fá fullar bætur frá Tryggingastofnun á meðan almenningur fær skerðingu á sínar greiðslur eins og forseti ASÍ sagði orðrétt í þessu viðtali.

En orðrétt sagði forseti ASÍ um að forstjórar landsins væru að fá fullar bætur frá Tryggingarstofnun:

„Það er mjög sérstakt að eftir að tekin var ákvörðun um það á Alþingi að séreign skerti ekki bætur frá almannatryggingum, þegar allir forstjórar landsins greiddu í séreignasjóði áður en lögin komu til þeir sem eru núna komnir á eftirlaun í gegnum sína séreignasjóði fá núna fullar bætur frá Tryggingastofnun á meðan félagsmenn okkar Vilhjálms þurfa að þola þessa skerðingu. Við höfum sagt við Alþingi að það sé mjög skrýtin jafnræðisregla að sumir fái bætur almannatrygginga óskertar en almenningur ekki.“

Að hugsa sér að í þessu viðtali segir forseti ASÍ að allir forstjórar séu að fá fullar bætur vegna þess að þeir hafi notið þess að greiða sér bara frjálsa séreign sem ekki skerðir bætur frá Tryggingastofnun. Þetta eru stórtíðindi sem bæði forstjórar landsins sem og Samtök atvinnulífsins verða að svara. Er það rétt hjá forseta ASÍ að allir forstjórar sem eru komnir á eftirlaun séu að fá fullar greiðslur frá Tryggingastofnun á sama tíma og almenningur þarf að þola krónu á móti krónu skerðingar frá Tryggingarstofnun?

Þessu verðum við að fá svör við því það gengur ekki upp að forseti ASÍ geti komið og skellt svona fram og það er grafalvarlegt ef hann er að gera þetta til að afvegaleiða umræðuna sem lýtur að því að gera eigi tilgreindu séreignina skerðingarhæfa eins og tilkynnt hefur verið t.d. á auka aðalfundi Festu lífeyrissjóðs.

Friday, 12 June 2009 00:00

Formannafundur ASÍ haldinn í gær

Í gær var haldinn formannafundur aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands þar sem farið var yfir þá vinnu sem lýtur að stöðugleikasáttmála og kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins fór yfir horfur í íslensku efnahagslífi á næstu árum og er óhætt að segja að útlitið sé ekki beint bjart framundan ef spá hagdeildar Alþýðusambandsins gengur eftir.

Formaður félagsins gerði grein fyrir afstöðu félagsins til kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins og kom fram í máli hans að stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Akraness telur að verkalýðshreyfingin í heild sinni eigi að standa fast á þeirri kröfu að atvinnurekendur standi við þann hóflega samning sem gerður var þann 17. febrúar 2008.

Einnig kom fram í máli formanns að ef það er vilji meirihluta aðildarfélaga ASÍ að taka tilboði sem Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram, þá mun Verkalýðsfélag Akraness hlíta þeirri lýðræðislegu niðurstöðu meirihluta verkalýðshreyfingarinnar. Í umræddu tilboði SA felst að þær launahækkanir sem taka áttu gildi núna 1. júlí frestast eins og aðrar hækkanir sem kveðið er á um í samningnum.

Það er gríðarlega mikilvægt að þær breytingar sem á að gera á því samkomulagi sem gert var 25. febrúar sl. verði lagðar í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal þeirra félagsmanna sem starfa eftir umræddum kjarasamningum. Slíkt var ekki hægt síðast, þrátt fyrir ósk Verkalýðsfélags Akraness og sex annarra stéttarfélaga. Nú virðist hins vegar vera nokkuð þétt samstaða um að slíkt verði gert, enda er allt annað ólýðræðisleg vinnubrögð.

Í desember á síðasta ári gekk Verkalýðsfélag Akraness frá afar góðum samningi fyrir starfsmenn Elkem Ísland. Í þeim samningi var verið að breyta bónuskerfi starfsmanna, en bónuskerfið í gamla samningnum hafði ekki verið að skila starfsmönnum því sem ætlast var til.

Þetta nýja bónuskerfi getur gefið starfsmönnum allt að 10% ofan á heildarlaun þeirra og áætluðu samningsaðilar að meðaltalið yrði í kringum 70% af því sem hann gæti gefið en á þessum mánuðum sem nýja bónuskerfið hefur verið við lýði þá hefur hann ætíð verið yfir þessu meðaltali og nú síðast gaf bónusinn starfsmönnum 8,17% sem er afar ánægjulegt enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þá starfsmenn sem taka laun eftir áðurnefndum kjarasamningi.

Í dag aðalmeðferð í máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem Verkalýðsfélag Akraness kom að fyrir félagsmann sinn gegn Skaganum 3x. Málið snýst um brot á hvíldartíma og svokölluðum vikulegum frídegi. Verkalýðsfélag Akraness var ítrekað búið að reyna að leita leiða til sátta í málinu án nokkurs vilja af hálfu fyrirtækisins.

Í aðalmeðferðinni kom fram að krafa starfsmannsins er rétt rúm 1 milljón vegna áðurnefndra brota en það er stefna Verkalýðsfélags Akraness að verja réttindi sinna félagsmanna með kjafti og klóm ef minnsti vafi leikur á að verið sé að brjóta á félagsmönnum VLFA. Því miður er það þannig að þónokkrar ábendingar hafa borist á undanförnum misserum og árum um hugsanleg kjarasamningsbrot á starfsmönnum sem starfa hjá umræddu fyrirtæki. Meðal annars hefur komið fram nafnlaus ábending til ASÍ í gegnum átakið "Einn réttur, ekkert svindl" þar sem sagt var að starfsmenn hefðu grunsemdir um að verið væri að brjóta á réttindum þeirra.

Þetta var allt rakið fyrir aðalmeðferðinni í dag og það var í raun og veru ótrúlegt að hlusta á forsvarsmenn fyrirtækisins útskýra ástæður fyrir því að starfsmaðurinn ætti ekki rétt á umræddum greiðslum en allt voru þetta útskýringar sem standast enga skoðun og hafa hvergi komið fram í samskiptum VLFA við fyrirtækið né starfsmanninn þar til málið var dómtekið.

Það er líklegt að dómur muni falla í þessu máli fyrir jól en dómarinn hefur samkvæmt lögum fjórar vikur til að kveða upp úrskurð sinn. Lögmaður félagsins stóð sig mjög vel í þessu máli, var rökfastur og lagði fram óyggjandi gögn og sannanir að mati félagsins máli sínu til stuðnings en slíku var ekki til að dreifa hjá lögmanni fyrirtækisins. Þar voru engin gögn lögð fram sem staðfestu mál þeirra.

Það er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki þar sem félagsmenn VLFA eru að starfa að átta sig á því að félagið sættir sig á engan hátt við að brotið sé á kjarasamningsbundnum réttindum félagsmanna þess og ef minnsti grunur er um slíkt eins og áður sagði þá kemur félagið félagsmönnum sínum til aðstoðar og lætur á málin reyna fyrir dómstólum ef ekki næst sátt í slíkum málum.  

Tuesday, 16 June 2009 00:00

Sumar 2009

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni hefur aðsókn félagmanna í orlofshús og íbúðir félagsins verið með eindæmum góð þetta árið. Svo góð að nú er svo komið að ekki er hægt að komast í orlofshús eða íbúð fyrr en 21. ágúst. Þá er laust bæði í íbúðunum á Akureyri svo og í Hraunborgum.

Verði forföll verða þær vikur auglýstar hér á síðunni.

Hægt er að skoða lausar vikur með því að smella hér.  

Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað viku og gengið frá greiðslu eru minntir á að nálgast leigusamning sinn á skrifstofu félagsins, Sunnubraut 13. Lyklar að bústöðunum í Svínadal og Húsafelli eru afhentir á skrifstofu félagsins á föstudögum. Lyklar að íbúðunum á Akureyri og bústöðunum í Hraunborgum, Ölfusborgum, Stóru Skógum, Flókalundi og að Eiðum eru afhentir leigutökum á hverjum stað fyrir sig gegn framvísun leigusamnings.

Rétt í þessu lauk aðalmeðferð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli erlends starfsmanns gegn Skaganum 3x.

En málið laut að því að honum var sagt upp störfum og í þeirri uppsögn var hann einnig sviptur kjarasamningsbundnum uppsagnarfresti sem hann hafði áunnið sér.

Málavextir voru þeir að hann var tekinn fyrir vörslu og meðferð fíkniefna á heimili sínu en gert var upptækt rétt rúmt eitt gramm af marijúana. Rétt er að geta þess að umræddur starfsmaður leigði herbergi hjá vinnuveitandanum og þegar honum var sagt upp þá var honum einnig sagt að yfirgefa herbergið sem hann hafði á leigu og stóð hann því bæði uppi húsnæðislaus sem og atvinnu- og tekjulaus vegna þess að vinnuveitandinn ætlaði að svipta hann rétti til launa í uppsagnarfresti.

Umræddur starfsmaður leitaði til Verkalýðsfélags Akraness og eftir að félagið hafði skoðað málið þá var ljóst að félagið taldi að starfsmaðurinn ætti rétt á launum í sínum uppsagnarfresti enda brot hans alls ekki af þeirri stærðargráðu að það heimilaði sviptingar á launum í uppsagnarfresti.

Íslenskur vinnumarkaður er mjög sveigjanlegur þegar kemur að því að segja upp starfsfólki og á þeirri forsendu einni saman er gríðarlega mikilvægt að launafólk haldi rétti sínum til launa í uppsagnarfresti nema brotið sé því alvarlegra. Í þessu máli er ekki slíku til að dreifa enda liggur ekki nokkur sönnun fyrir því að umræddur starfsmaður hafi nokkurn tímann verið undir áhrifum fíkniefna né annarra vímugjafa við vinnu sína. Engar þvag- eða blóðprufur voru framkvæmdar til að sanna að hann hafi verið undir áhrifum við vinnu sína og því er glórulaust að mati félagsins að svipta hann umræddum uppsagnarfresti

Þegar starfsmanninum var sagt upp var honum ekki boðið að fá trúnaðarmann né fulltrúa frá stéttarfélaginu til að vera sér innan handar við að verja sín réttindi. Uppsagnarbréfið var ekki á hans tungumáli og honum ekki boðið að hafa túlk hjá sér.  Með öðrum orðum hann vissi alls ekki hver hans réttur var og því leitaði hann til stéttarfélagsins til að verja sín réttindi

Það var alls ekkert deilt um rétt fyrirtækisins til að segja starfsmanninum upp einungis að fyrirtækið skuli hafa svipt  hann uppsagnarfrestinum sem hann hafði áunnið sér. Þessu til viðbótar var því komið rækilega á framfæri við dóminn að ekki hafi verið neinn ráðningarsamningur gerður við starfsmanninn né leigusamningur og honum kastað út á götuna atvinnulausum og án húsnæðis.

Fyrirtæki sem vilja láta taka sig alvarlega koma alls ekki svona fram við starfsfólk sitt þótt því verði á og það í frítíma sínum enda liggur eins og áður sagði engin sönnun fyrir því að hann hafi nokkurn tímann brotið af sér í starfi né verið undir áhrifum fíkniefna við störf sín. Sönnunarbyrði liggur öll á herðum vinnuveitenda að sanna slíkt enda hefði vinnuveitandinn átt að senda starfsmanninn í blóðprufu hafi rökstuttur grunur verið um slíkt.

Það er dauðans alvara að segja upp starfsfólki svo ekki sé talað um þegar því er hent á götuna og svipt uppsagnarfresti vegna atvika sem gerast í þeirra frítíma enda er það mat félagsins að slíkt sé algerla andstætt lögum og vinnurétti.

Það verður fróðlegt að sjá dómsniðurstöðu í þessu máli en það er skylda félagsins að reyna að verja réttindi sinna félagsmanna þegar við teljum að verið sé að brjóta á réttindum okkar félagsmanna en dómur í þessu máli mun liggja fyrir eftir ca fjórar vikur.

Það er engum vafa undirorpið að við Akurnesingar höfum orðið fyrir gríðarlega þungum höggum hvað atvinnumál varðar á liðnum árum og misserum og formaður félagsins skal fúslega viðurkenna að hann hefur verulegar áhyggjur af stöðu atvinnumála.

Í þessu samhengi er rétt að geta þess að atvinnuleysi kvenna á Akranesi er núna 54,5% meira en meðal atvinnuleysi kvenna á landinu öllu.

Formaður veit að margir vilja bera sig vel og vonast eftir því að fleiri atvinnutækifæri skapist í okkar sveitafélagi en hann telur að það sé alls ekki hægt að haga sér eins strútar og stinga höfðinu í sandinn og vonast eftir að allt lagist af sjálfu sér.

Hvernig eigum við Akurnesingar t.d. að geta sætt okkur við það átölulaust að vera búin að tapa hundruðum starfa sem tengjast sjávarútvegi á liðnum árum og áratugum? Það er mikilvægt að allir átti sig á því að við Akurnesingar höfum síðustu 100 ár eða svo byggt okkar lífsafkomu upp á veiðum og vinnslu á sjávarafurðum.  Bara sem dæmi þá störfuðu hjá útgerðarfyrirtæki Haraldar Böðvarssonar  áður en það sameinaðist Granda árið 2004 350 manns við veiðar og vinnslu. Haraldur Böðvarsson greiddi 2 milljarða í laun og á þessum tíma var fyrirtækið stærsti launagreiðandinn á Vesturlandi.

Það er líka rétt að geta þess að árið 2004 var á Akranesi landað um 170 þúsund tonnum af sjávarafla í dag er þetta allt farið og ekki bara það heldur hafa þúsundir tonna af aflaheimildum smábáta horfið á liðnum árum enda má segja að hin öfluga smábátaútgerð sé nánast horfin og öll þau störf sem henni fylgdu. Meira að segja er búið að loka fiskmarkaðnum á Akranesi og er óhætt að segja að það er af sem áður var þegar Akraneshöfnin iðaði af lífi frá morgni til kvölds enda var Akranes þriðja stærsta vertíðarstöð á landinu fyrir nokkrum árum síðan. Allt farið, þökk sé því glórulausa fiskveiðistjórnunarkerfi sem við búum við. Enda er það galið og alls ekki líðandi að útgerðarmenn geti einhliða tekið ákvarðanir um að flytja aflaheimildir eða vinnslu sjávarafurða í burtu frá sveitarfélögunum og skilið fiskvinnslufólk og heilu byggðarlögin eftir með blæðandi sár.

Við höfum í gegnum árin og áratugina horft upp á fjölmörg byggðarlög skilin eftir í þvílíkum sárum eftir að útgerðarmenn hafa tekið ákvarðanir um að selja aflaheimildir úr byggðarlögunum. Það er ólíðandi að fyrirkomulag við stjórnun á fiskveiðum geti í raun og veru slegið heilu byggðarlögin fast í kviðinn þannig að þau séu í keng og geti vart rétt úr sér á nýjan leik.

Staðreyndin er því miður sú að við höfum tapað hundruðum starfa við vinnslu á sjávarafurðum á liðnum árum og áratugum sem hefur klárlega bitnað grimmilega á fiskvinnslufólki og þá sérstaklega konum enda er atvinnuleysi kvenna eins og áður sagði 54,5% meira en á landsvísu.

Því miður er þetta staðreynd sem er ekkert hægt að loka augunum fyrir og atvinnutækifæri inni í bænum sjálfum eru nánast engin, enda engin störf á lausu á Akranesi um þessar mundir og slegist um hvert starf.

Það er dapurlegt fyrir okkur Akurnesinga að vera í þessari stöðu í ljósi þess að það er blússandi uppgangur í íslensku efnahagslífi um þessar mundir, hagvöxtur mikill og atvinnuleysi í sögulegu lágmarki á landsvísu.

En þessi gríðarlegi uppgangur í íslensku samfélagi tengist uppgangi í ferðaþjónustunni að stærstum hluta en því miður hefur þessi uppgangur í ferðþjónustunni einungis skilað sér að mjög litlu leiti til okkar.

En hvað höfum við Akurnesingar mátt þola hvað varðar töpuð störf á liðnum árum og áratugum? Skoðum nokkur dæmi:

·         Sementsverksmiðjan hætti starfsemi en þegar mest var þá störfuðu 180 manns í verksmiðjunni.

·         HB Grandi hætti landvinnslu og löndunum á Akranesi en þegar mest var störfuðu 350 manns hjá fyrirtækinu.

·         Hausaþurrkunarfyrirtækið Laugarfiskur hætti starfsemi fyrr á þessu ári en þar störfuðu 35 manns þegar mest var.

·         Málmendurvinnslufyrirtækið GMR á Grundartanga hætti fyrr á þessu ári en þar störfuðu yfir 30 þegar mest var.

·         Nánast öll smábátaútgerð er horfin og uppundir 100 störf henni tengdri hafa tapast.

·         Ekki hægt að ímynda sér hvað mörg afleidd störf hafa tapast samhliða því að þessi störf hurfu úr okkar samfélagi en ljóst að þau skipta tugum.

Þetta eru sorglegar staðreyndir sem ekki er hægt að loka augunum fyrir og ábyrgð stjórnvalda er mikil enda bera þau ábyrgð á því fyrirkomulagi sem þjóðin þarf að búa við þegar kemur að veiðum og vinnslu sjávarafurða. Já ábyrgð stjórnvalda er mikil og því telur formaður það liggja algjörlega fyrir að við Akurnesingar fáum byggðarkvóta til að mæta þeim gríðarlega skelli sem sveitarfélagið hefur þurft að þola vegna tapaðra aflaheimilda og starfa tengdum veiðum og vinnslu á liðnum árum. 

En takið eftir það sem heldur lífinu enn sem komið er í okkar sveitafélagi er starfsemin á Grundartanga en ef hennar nyti ekki við er ljóst að við Akurnesingar gætum endanlega slökkt ljósin.

En það er ekki bara að búið sé að mölbrjóta fjöregg okkar Skagamanna er lýtur að veiðum og vinnslu á sjávarafurðum og atvinnutengdum sjávarútvegi heldur eru líka verulegar blikur á lofti með atvinnuöryggi þeirra sem starfa hjá stóriðjufyrirtækjunum á Grundartanga.

Nægir að nefna í því samhengi að Elkem Ísland hefur ítrekað reynt að ná samningum við Landsvirkjun um raforkuverð en án árangurs enda hafa þeir vísað því máli til gerðadóms. Nú er spurning af hverju fyrirtækið sá sig knúið til að vísa ágreiningi sínum við Landsvirkjun til gerðadóms en leiða má að því líkum að það raforkuverð sem Landsvirkjun er að bjóða muni kippa öllum rekstrargrundvelli undan fyrirtækinu.

Það er því óhætt að segja að atvinnuöryggi og lífsafkoma okkar Skagamanna standi höllum fæti um þessar mundir og það á hápunkti hagsveiflunar í íslensku samfélagi.

Við Akurnesingar þurfum að berjast fyrir okkar atvinnuöryggi því það er t.d. ömurlegt að sjá þær árásir sem fyrirtækin á Grundartanga þurfa að þola og nánast enginn þorir að koma til varnar.

Þar er talað um skítugu stóru iðnfyrirtækin sem gera ekkert annað en að skila mikilli kolefnismengun út í andrúmsloftið en enginn áttar sig t.d. á þeirri staðreynd að íslensku flugfélögin tvö Icelandair og Wow air menga jafnmikið af koltvísýringi og öll álverin á Íslandi en takið eftir, það eru 27 önnur erlend flugfélög sem fljúga til Íslands með erlenda ferðamenn. Svo er talað um að þessi iðnfyrirtæki fái nánast raforkuna gefins en það nægir að nefna í því samhengi að stóriðjufyrirtækin hafa ætíð sagt að þau séu tilbúin til að greiða sama raforkuverð og verið er að greiða fyrir hana erlendis. Hinsvegar er rétt að geta þess að afkomutölur Landsvirkjunar sýna nú þegar mjög góða afkomu enda verður Landsvirkjun skuldlaus eftir rúm 5 ár og mun geta skilað íslensku samfélagi 30 til 40 milljörðum í arðgreiðslur. Þrátt fyrir þetta er því stöðugt haldið fram að verið sé að gefa raforkuna til stóriðjufyrirtækja en 80% af viðskiptum Landsvirkjunar er við stóriðjufyrirtækin.

Það er ljóst að við Skagamenn ætlum ekkert að gefast upp en það er mikilvægt að þessar staðreyndir sem hér hafa verið raktar liggi fyrir og það er líka mikilvægt að allir átti sig á því að á Akranesi er fjölbreytt og glæsileg þjónusta á öllum sviðum og því höfum við alla burði til að efla okkar góða samfélag áfram og því er mikilvægt að snúa vörn í sókn.

Vegna forfalla er vikan 3. til 10. júlí laus að Eiðum.

Húsið sem er um 54m² samanstendur af anddyri, stofu, borðstofu, eldhúsi, 3 svefnherbergjum og baðherbergi. Verönd er við húsið.Svefnpláss er fyrir 6, þ.e. fyrir 2 í hjónaherbergi og fyrir 2 í koju í hvoru barnaherbergi. Í húsinu eru 2 aukadýnur. Sængur og koddar eru í húsinu en sængurföt fást afhent á Hótel Eddu Eiðum við komu.Í eldhúsinu er ísskápur, suðuhella, borðbúnaður og áhöld fyrir 8 manns. Kolagrill er í húsinu. Í baðherberginu er vaskur, salerni og sturta. Í húsinu er sjónvarp og útvarp.

Hægt er að bóka vikuna á skrifstofu félagsins, Sunnubraut 13 eða í síma 4309900

Sjóðir Atvinnuleysistryggingasjóðs eru óðum að þorna upp og á þeirri forsendu hefur ríkisstjórn Íslands tilkynnt verulega hækkun tryggingagjalds, sem er tekjustofn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Áætluð hækkun gjaldsins mun skila ríkissjóði um 12 milljörðum króna á ársgrundvelli.  Það er sorglegt að ríkisvaldið þurfi að leggja þennan viðbótarskatt á atvinnulífið á sama tíma og atvinnulífið getur ekki staðið við þær launahækkanir sem kveðið er á um í hóflegum kjarasamningi frá 17. febrúar 2008.

Það hins vegar grafalvarlegt sem fram kom í máli forsætisráðherra að athugun hafi leitt í ljós að um 10% þeirra sem eru á atvinnuleysisbótum ættu ekki að vera á bótum. Þetta þýðir að um 1.700 manns eru að þiggja atvinnuleysisbætur án þess að eiga rétt á slíku. 

Eins og flestir muna þá gerði Vinnumálastofnun skyndikönnun á byggingarstað nýja tónlistarhússins í maí og kom í ljós að 15 verkamenn sem unnu þar við járnabindingar voru á atvinnuleysisbótum. Þeir voru því á launum hjá íslenskum skattgreiðendum á meðan þeir unnu svarta vinnu. Þessir aðilar voru að sjálfsögðu allir umsvifalaust sviptir sínum bótum.

Við vitum hver viðurlögin eru fyrir launamanninn sem þiggur atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann vinnur svarta vinnu. Jú, hann þarf að greiða atvinnuleysistryggingasjóði allt til baka sem hann hefur þegið ásamt því að verða fyrir bótamissi í allangan tíma. Að sjálfsögðu á að taka mjög hart á þessum málum og ekkert nema eðlilegt við það.

Hins vegar vill stjórn Verkalýðsfélags Akraness fá skýrar upplýsingar um það hver séu viðlög þeirra atvinnurekenda sem ástunda það að hafa fólk á atvinnuleysisbótum í svartri vinnu. Það liggur fyrir að oft hafa atvinnurekendur frumkvæðið að því að hafa starfsmenn á svörtum greiðslum. Hver voru t.d. viðurlög þess fyrirtækis sem var með þessa 15 starfsmenn að störfum í nýja tónlistarhúsinu á sama tíma og þeir þáðu atvinnuleysisbætur?

Hví í ósköpunum fær þessi verktaki að halda áfram störfum eftir að hafa verið staðinn að slíkri starfsemi?

Vissulega getur verið töluverður ávinningur fyrir atvinnurekendur að hafa starfsmenn sem ekki eru skráðir launamenn. Þeir komast hjá því að greiða opinber gjöld, veikindarétt og sitt hvað fleira.

Hver eru viðurlögin?  Samkvæmt þeim upplýsingum sem formaður hefur aflað sér þá er það ekki á hreinu hver þau eru. Það þarf að taka gríðarlega hart á þeim atvinnurekendum sem ástunda svarta atvinnustarfsemi og spurning hvort Alþingi Íslendinga þurfi ekki að setja skýr lög þar sem hægt er að beita háum sektum séu þeir staðnir að því að vera með starfsmenn í svartri vinnu.

Formanni félagsins er það fullkunnugt að Vinnumálastofnun hefur ekki mannskap til að sinna því eftirlitshlutverki og eins og kom fram í fréttum í maí þá eru einungis tveir starfsmenn Vinnumálastofnunar sem sinna því að kanna hvort starfsmenn þiggi atvinnuleysisbætur á meðan þeir stunda svarta vinnu. Þessu þarf að breyta með stórauknu eftirliti og nú liggur fyrir að félagsmálaráðherra er að vinna að úrbótum í þessum efnum sem kynntar verða bráðlega.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image