Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness funduðu í morgun með Launanefnd sveitarfélaga í húsakynnum Ríkissáttasemjara vegna kjarasamnings starfsmanna Akraneskaupstaðar. Samningurinn rann út 1. desember og var þetta þriðji fundurinn sem formaður hefur átt með Launanefnd sveitarfélaga.
Að ósk Rauða Kross Íslands hélt formaður félagsins í dag kynningarfund með palestínsku flóttakonunum. Á fundinum kynnti hann fyrir þeim starfsemi félagsins og réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði. Einnig hvernig vinnumarkaðurinn er uppbyggður hér á landi.
Matvara sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á sl. þriðjudag hefur hækkað um tugi prósentna síðastliðið hálft ár. Algengt er að vörur hafi hækkað um 30%-50% frá því í verðkönnun verðlagseftirlitsins í vor en dæmi eru um yfir 100% verðhækkun. Verð hefur almennt hækkað mest í lágvöruverðsverslunum á milli kannana.
Forysta ASÍ ætlar að efna til fundarherferðar um landið undir yfirskriftinni Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna. Hvert skal stefna? Haldnir verða sjö fundir vítt og breitt um landið í samstarfi við aðildarfélögin. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins.
Almennt verkafólk spyr sig: hvar eru þeir auðmenn og útrásarvíkingar sem skuldsett hafa íslensku þjóðina upp í rjáfur?