Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Samninganefnd starfsmanna Sementsverksmiðjunnar skrifaði undir framlengingu á kjarasamningi starfsmanna Sementsverksmiðjunnar í gær í húsakynnum ríkissáttasemjara. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2009 til 31.desember 2010.
Á milli 60 og 70 manns mættu á fræðslufund um efnahagsmál og framtíðarhorfur í íslensku samfélagi sem haldinn var í gær miðvikudaginn 18. febrúar í safnaðarheimilinu Vinaminni á Akranesi. Fundurinn hófst kl 20:00 og lauk ekki fyrir kl 22:30.
Á mánudaginn verður haldinn fundur með formönnum aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Aðalmálið sem verður til umfjöllunar er hugmynd miðstjórnar og forseta ASÍ um að fresta endurskoðun kjarasamninga og þeim launahækkunum til félagsmanna á hinum almenna vinnumarkaði sem eiga að koma til 1. mars nk.
Í gær náðist samkomulag við forsvarsmenn Norðuráls um þær launahækkanir sem taka eiga gildi hjá starfsmönnum frá og með 1. janúar sl. Samningsaðilar voru búnir að reyna ítrekað að ná saman og var samninganefnd stéttarfélaganna búin að taka ákvörðun um að vísa deilunni til félagsdóms til úrlausnar en eins og áður sagði þá náðist lausn í deilunni í gær.