Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir 
upplýsingum og annarri aðstoð.
- 
                            
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
 - 
                            
Sími:
4309900
 - 
                            
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
 
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


																		
			
						
			
					
					
					
Einar Kr. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í morgun út reglugerð um veiðar á hrefnu og langreyði til næstu fimm ára og stóraukinn kvóta á þessum veiðitegundum. Leyfilegur heildarafli skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þessi ákvörðun þýðir að leyfilegt er að veiða allt að 150 langreyðir á árinu og 200 hrefnur. Heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár á eftir. Ljóst er að þessi ákvörðun sjávarútvegsráðherra þýðir mikla innspýtingu í atvinnulífið á Vesturlandi. Talið er að 24 til 28 störf geti skapast í kringum hrefnuveiðar og vinnslu og þegar allt sé talið skapist yfir 200 störf kringum veiðar á hrefnu og langreyði.
Samninganefnd Sementsverksmiðjunnar hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara.  Kjarasamningur starfsmanna Sementsverksmiðjunnar rann út 1. desember sl. en viðræður við SA um nýjan kjarasamning hafa ekki gengið sem skyldi hingað til.
					
					
Um 100 manns mættu á mótmælafund sem haldinn var á Akratorginu á Akranesi í dag.  Tilefni fundarins var að mótmæla því grafalvarlega ástandi sem nú ríkir í íslensku atvinnu- og efnahagslífi.  Þau sem stóðu fyrir þessum fundi voru Anna Lára Steindal og Kristinn Pétursson. Sá síðarnefndi hélt ræðu þar sem hann fordæmdi það aðgerða- og úrræðaleysi sem ríkt hefur hjá stjórnvöldum frá hruni bankanna.
					
Í gær fundaði samninganefnd stéttarfélaganna með forsvarsmönnum Norðuráls í húsakynnum ríkissáttasemjara vegna breytinga á launum starfsmanna Norðuráls fyrir árið 2009 . Þetta var þriðji fundurinn sem samningsaðilar hafa átt til að leysa úr ágreiningi um hver hækkun til handa starfsmönnum Norðuráls eigi að vera.