Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Eins og flestum er kunnugt þá gaf fyrrverandi sjávarútvegsráðherra út leyfi til veiða á hrefnu og langreyði frá árinu 2009 til 2013. Hafa fjölmargir hagsmunaaðilar fagnað þessari ákvörðun gríðarlega vegna þess að þeir telja að við eigum að nýta okkar sjávarauðlindir í samræmi við veiðiráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun Íslands.

Einar Kr. Guðfinnsson fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í morgun út reglugerð um veiðar á hrefnu og langreyði til næstu fimm ára og stóraukinn kvóta á þessum veiðitegundum. Leyfilegur heildarafli skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Þessi ákvörðun þýðir að leyfilegt er að veiða allt að 150 langreyðir á árinu og 200 hrefnur. Heimilt er að flytja allt að 20% af veiðiheimildum hvers árs yfir á næsta ár á eftir. Ljóst er að þessi ákvörðun sjávarútvegsráðherra þýðir mikla innspýtingu í atvinnulífið á Vesturlandi. Talið er að 24 til 28 störf geti skapast í kringum hrefnuveiðar og vinnslu og þegar allt sé talið skapist yfir 200 störf kringum veiðar á hrefnu og langreyði.
Samninganefnd Sementsverksmiðjunnar hefur vísað kjaradeilu sinni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Kjarasamningur starfsmanna Sementsverksmiðjunnar rann út 1. desember sl. en viðræður við SA um nýjan kjarasamning hafa ekki gengið sem skyldi hingað til.