Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…




Í kvöld mun stjórn Verkalýðsfélags Akraness koma saman til fundar og eitt af málefnum fundarins er sú staðreynd að N1 var að skila 500 milljónum í hagnað á fyrstu 6 mánuðum ársins. Fyrir fundinn verður lögð áskorun til stjórnar N1 þar sem þess verður farið á leit við fyrirtækið að það greiði sínum starfsmönnum þær launahækkanir sem um var samið 17. febrúar 2008.
Ríflega þriðjungur eða 35% þeirra sem eru í launaðri vinnu hafa lent í því að laun eða starfshlutfall hefur verið skert frá hruni bankanna í október. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir ASÍ í júní.
Tveir ráðherrar ríkisstjórnar Íslands munu koma í heimsókn í Sementsverksmiðjuna hér á Akranesi í kl. 13:00 í dag. Þeir ráðherrar sem um ræðir eru þær Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
