Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hafa allir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness nú fengið sent afsláttarkort sem veitir þeim afslátt í ýmsum fyrirtækjum á Akranesi. Starfsmenn skrifstofu leitast við að bæta við afsláttarkjörum eftir fremsta megni og nú hefur félagið gert samning við Reykjavíkurhótel varðandi afslátt til handa félagsmanna.
Í gær var fyrsti samningafundur vegna kjarasamnings starfsmanna Elkem Íslands haldinn á Grundartanga. Til fundarins mættu Ragnar Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Sigrún Pálsdóttir, mannauðsstjóri fyrirtækisins og formenn Verkalýðsfélags Akraness og FIT. Einnig sátu fundinn aðaltrúnaðarmaður og einn af trúnaðartengiliðum starfsmanna.
Verið er að leggja lokahönd á fréttablað félagsins og verður blaðið borið út í næstu viku. Blaðið er með sambærilegu sniði og undanfarin ár en félagið gefur út tvö fréttablöð á ári, annars vegar í maí og hins vegar í desember.
Í fyrradag fundaði formaður með ungum atvinnuleitendum á Akranesi sem eru í vinnumarkaðsúrræði sem nefnist Skagastaðir. Á fundinum fór formaður yfir hin ýmsu réttindi og skyldur sem hvíla á atvinnuleitendum eins og til dæmis þá skyldu að sækja þau úrræði sem Vinnumálastofnun býður upp á hverju sinni.
Rétt í þessu lauk fundi samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands í húsakynnum Ríkissáttasemjara. Á fundinum var lögð lokahönd á kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands gagnvart Samtökum atvinnulífsins.
Tíminn einn mun leiða það í ljós hversu mikla fjármuni forseti Íslands sparaði íslensku þjóðinni með þeirri ákvörðun sinni að synja Icesave lögunum á sínum tíma.
Þingflokkur Hreyfingarinnar óskaði eftir að funda með formanni Verkalýðsfélags Akraness og að sjálfsögðu varð formaðurinn við þeirri beiðni. Fundurinn fór fram í þingflokksherbergi Hreyfingarinnar í Alþingishúsinu í gær.
Síðastliðinn föstudag var undirritaður áframhaldandi samningur við VIRK Starfsendurhæfingarsjóð um starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar fyrir stéttarfélögin á Akranesi. Að þessum samningi koma Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR. Við undirritun samningsins kynnti Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðs, starfsemi sjóðsins almennt og einnig fór hún sérstaklega yfir það hvernig þjónustan á Akranesi hefur gengið.