Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…


Nú er orðið morgunljóst að ekki muni nást kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins á hinum almenna vinnumarkaði með góðu. Á þeirri forsendu mun formaður félagsins um eða eftir helgi boða samninganefnd Verkalýðsfélags Akraness til fundar þar sem verkfallsaðgerðir verða ákveðnar. Formaður mun leggja til við samninganefnd félagsins að hafin verði undirbúningur að verkfalli í öllum fiskvinnslufyrirtækjum á félagssvæði félagsins en þau eru þónokkur. Formaður hefur haft samband við forsvarsmenn nokkurra fiskvinnslufyrirtækja til að greina þeim frá þeirri grafalvarlegu stöðu sem upp er komin á íslenskum vinnumarkaði og fann formaður fyrir miklum vilja frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem hann ræddi við um að leysa þessa kjaradeilu án þess að til átaka kæmi.


Nú hefur farið fram úthlutun vegna sumarleigu orlofshúsa félagsins sumarið 2011. Tæplega 260 umsóknir bárust og hafa þær aldrei verið fleiri. Þeir sem sóttu um eiga nú von á bréfi þar sem fram kemur hvort þeir hafi fengið úthlutað eða ekki. Einnig er hægt að sjá upplýsingar um það með því að skrá sig inn á félagavefinn.
