Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Nú um áramótin dundu enn og aftur skattahækkanir og gjaldskrárhækkanir á alþýðu þessa lands og er þetta til viðbótar þeim gríðarlegu skattahækkunum sem urðu á árinu 2010. Nýjustu skattahækkanirnar sem tóku gildi nú um áramótin voru að greiðsluþátttaka sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu hækkaði að jafnaði um tæp 3% og hlutur sjúklinga í lyfjakostnaði hækkaði einnig. Tóbak hækkaði um 3% og léttvín og bjór um 4%. Einnig hækkuðu vörugjöld á fjölmargar bifreiðar og síðast en ekki síst þá hækkaði bensínið umtalsvert en ef ég man þetta rétt þá er þetta fjórða skattahækkunin sem orðið hefur á bensíni á skömmum tíma. Ekki má heldur gleyma því að ríkisstjórnin er byrjuð að stíga það skref að afnema sjómannaafsláttinn í þrepum en hann lækkaði um 25% um áramótin. Og ríkisstjórnin heldur áfram með hugmyndir um miskunnarlausa skatta á almenning en nú eru uppi hugmyndir um að setja vegtolla allt í kringum höfuðborgarsvæðið. Með öðrum orðum, ríkisstjórn Íslands leggur álögur á íslenska launþega eins og enginn sé morgundagurinn.