Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Formannafundur Alþýðusambands Íslands var haldinn í dag. Fundurinn byrjaði á ávarpi Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, en forsetinn fór víða í sinni ræðu og m.a. kom fram hjá honum að í ljósi þess að krónan eigi sér ekki viðreisnar von og við blasa gjaldeyrishöft um ókomin ár eigi að ræða milliliðalaust við pólitíska forystumenn helstu ríkja í Evrópu um beina aðstoð þeirra til að treysta stöðu gjaldmiðilsins.
Í gær tilkynnti Alcoa að þeir hefðu hætt við áform um að reisa álver á Bakka við Húsavík. Formaður VLFA skilur vel þá gremju og reiði sem nú ríkir hjá Húsvíkingum en nú hafa þeir beðið eftir atvinnuuppbyggingu á þessu svæði um alllanga hríð og bundu miklar vonir við áform Alcoa um stórt og öflugt álver á þeirra atvinnusvæði.
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins þá lagði formaður Verkalýðsfélags Akraness fram tvær ályktanir á þingi Starfsgreinasambands Íslands sem haldið var dagana 13. og 14. október og lauk rétt í þessu.
