Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Nú er að hefjast fiskvinnslunámskeið fyrir starfsmenn HB Granda á Akranesi en samkvæmt kjarasamningi hækka starfsmenn við slíkt námskeið um tvo launaflokka. Með öðrum orðum, þeir fara úr launaflokki 5 sem er almennur fiskvinnslumaður og í sérhæfðan fiskvinnslumann sem er launaflokkur 7.
Það er óhætt að segja að lýðræðisofbeldið og einræðið innan Alþýðusambands Íslands hafi náð nýjum hæðum í gær. En eins og fram hefur komið í fréttum þá var í gær haldinn formannafundur ASÍ þar sem farið var yfir forsenduákvæði kjarasamninga og síendurteknar vanefndir ríkisstjórnar Íslands á liðnum árum.
Í dag verður borinn til grafar Birgir S. Elínbergsson, fyrrverandi formaður orlofsdeildar Verkalýðsfélags Akraness. Birgir var gríðarlega mikill áhugamaður um verkalýðsmál og félagslega baráttu og er skemmst frá því að segja að Birgir tók þátt í mikilli baráttu sem átti sér stað í Verkalýðsfélagi Akraness frá árinu 2001 til ársloka 2004. Sú barátta endaði með því að Alþýðusamband Íslands skipaði starfsstjórn yfir félaginu og efnt var til allsherjarkosninga innan félagsins.
Vesturlandsdeild Sjúkraliðafélags Íslands fór þess á leit við formann Verkalýðsfélags Akraness að hann tæki að sér fundarstjórn á opnum fundi í kvöld, þar sem málefni aldraðra á Vesturlandi verða til umfjöllunar. Tilefnið er sú ákvörðun að loka öldrunardeild á Sjúkrahúsi Akraness. Fundurinn verður haldinn á Gamla Kaupfélaginu í kvöld og hefst kl. 20:00.