Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Á síðasta fundi ákvað stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Akraness að hækka fæðingarstyrkinn um 100% frá og með 1. janúar 2012. Mun fæðingarstyrkur til félagsmanna frá og með 1. janúar 2012 hækka úr 35.000 kr. í 70.000 kr. Samtals þýðir þetta að ef báðir foreldrar eru félagsmenn þá nemur styrkurinn 140.000 kr.
Eitt af áralöngu baráttumáli Verkalýðsfélags Akraness náðist í gegn í síðustu kjaraviðræðum við forsvarsmenn Norðuráls en það er svokallaður stóriðjuskóli. Það er afar ánægjulegt til þess að vita að núna mun stóriðjuskólinn hefja starfsemi sína 6. janúar næstkomandi en skólasetning verður hins vegar 5. janúar. Stóriðjuskólinn er eins og áður sagði búinn að vera mikið baráttumál og núna var sameiginlegur skilningur samningsaðila að miklivægt væri að koma þessum skóla á laggirnar.
Í gær var haldinn hinn árlegi jólatrúnaðarráðsfundur Verkalýðsfélags Akraness. Á fundinum fór formaður yfir það starfsár sem nú er senn á enda og eðli málsins samkvæmt bar þar hæst það ótrúlega kjarasamningsár sem nú er að líða.
Rétt fyrir jól náði Verkalýðsfélag Akraness ásamt þeim félögum sem eiga aðild að kjarasamningi við Norðurál samkomulagi vegna ágreinings sem laut að því að starfsmenn sem ráðnir voru til afleysinga í orlofi hafa ekki verið að fá greiddan fullan bónus fyrr en eftir 4 mánuði í starfi.

Það er óhætt að segja að gríðarlega alvarlegir hlutir blasi nú við Heilbrigðisstofnun Vesturlands ef fyrirliggjandi fjárlög verða samþykkt. En gert er ráð fyrir að stofnunin þurfi að skera niður um allt að 150 til 200 milljónir á næsta ári sem mun hafa þær skelfilegu afleiðingar í för með sér. En vel á þriðja tug starfsmanna munu missa vinnuna hér á Akranesi og umtalsverður fjöldi starfsmanna mun verða lækkaður í starfshlutfalli. Þetta eru blákaldar staðreyndir því það er ljóst að það mun þurfa að loka einni deild á sjúkrahúsinu á Akranesi.