Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


19. apríl í fyrra gekk Verkalýðsfélag Akraness frá kjarasamningi við Elkem Ísland en þetta var einn fyrsti samningurinn sem undirritaður var á hinum almenna vinnumarkaði á síðasta ári. Í þessum nýja samningi var tekið upp nýtt bónuskerfi sem hefur svo sannarlega verið að skila sínu en hámarksbónusinn var hækkaður úr 10% í 13,5%. Gamli bónusinn var að gefa að meðaltali 7,32% sem er um 73% af því sem hann gat gefið en þessi nýji er hinsvegar að gefa núna 11,39% eða sem nemur 84% af hámarkinu. Rétt er að geta þess að bónusinn leggst ofan á öll greidd laun að undanskildum orlofs- og desemberuppbótum.
Frá árinu 2004 hefur félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness boðist ókeypis aðstoð við gerð einfaldra skattframtala á skrifstofu félagsins. Það er Björg Bjarnadóttir sem sér um þessa þjónustu.
Í vikunni leitaði félagsmaður til skrifstofu félagsins og sagði farir sínar ekki sléttar. Félagsmaðurinn vinnur við ræstingar í hlutastarfi og fær atvinnuleysisbætur á móti. Hún lýsti því þannig að í raun hefði hún minna á milli handanna núna en þegar hún var á fullum atvinnuleysisbótum. Við nánari skoðun hefur nú komið í ljós að vegna breytinga á vinnureglum Vinnumálastofnunar nú um áramótin hefur myndast stór galli í kerfinu sem gerir einmitt þetta að verkum. Þessi kona, sem reynir hvað hún getur að bæta lífsgæði sín með því að vinna hlutastarf eins og henni býðst, hefur lægri mánaðartekjur en sá sem er á fullum atvinnuleysisbótum.

Næstkomandi miðvikudag kl. 18:00 verður haldinn fundur á Gamla Kaupfélaginu þar sem Gylfi Jónasson, framkvæmdastjóri Festu Lífeyrissjóðs mun gera grein fyrir úttektarskýrslu sem Landssamband Lífeyrissjóðanna lét gera.