Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Á síðasta föstudag var haldinn formannafundur Starfsgreinasambands Íslands á Akranesi og voru fjölmörg mál þar til umfjöllunar. Eitt stærsta málið sem var til umræðu var stefnumótun ASÍ í lífeyrismálum en það var hlutverk fundarins að fara yfir hver stefna SGS væri í þessu máli. Verkalýðsfélag Akraness fór yfir drög að stefnumótun ASÍ í lífeyrismálum og hefur skilað inn athugasemdum vegna þeirra.
Klukkan 10 mun hefjast hér á Akranesi formannafundur Starfsgreinasambands Íslands en þetta er fyrsti formannafundur SGS samkvæmt nýju skipulagi sambandsins sem samþykkt var á framhaldsþingi sambandsins í byrjun maí. 19 formenn vítt og breitt um landið munu sitja þennan fund en innan Starfsgreinasambandsins eru um 50 þúsund félagsmenn en SGS er stærsta landssambandið innan ASÍ.
Nú hefur Landssamband íslenskra útvegsmanna tilkynnt að þeir muni halda fiskiskipaflotanum í landi um óákveðinn tíma eða allavega eitthvað fram í þessa viku en það er ljóst að þessar aðgerðir útgerðarmanna eru afar umdeildar svo ekki sé fastar að orði kveðið og æði margt sem bendir til þess að þær séu brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Í þeim lögum segir meðal annars orðrétt: "
Í gær var haldinn ársfundur Lífeyrissjóðs Festu á Grandhóteli. Formaður Verkalýðsfélags Akraness lagði fram þrjár tillögur á þessum fundi og verður gert betur grein fyrir öllum tillögunum í annarri frétt sem birtist hér á heimasíðunni. Í þessari frétt verður gerð grein fyrir þeirri tillögu sem var samþykkt en það er skemmst frá því að segja að ein tillaga fékkst samþykkt en tvær voru hins vegar felldar.