Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Um síðustu áramót rann launaliður kjarasamnings Norðuráls út. Á þeirri forsendu hefur Verkalýðsfélag Akraness fyrir hönd trúnaðarmanna verkamanna í verksmiðjunni, lagt fram kröfugerð fyrir verkamenn. Kröfugerðin var lögð fram rétt fyrir áramót og er heildarkostnaðarmat hennar um 27,5%. Hún er með sambærilegum hætti og kröfugerð vegna Elkem Ísland og starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjunni.
Í gær kom samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands saman þar sem þrjú mál voru aðallega til umfjöllunar. Í fyrsta lagi var fjallað um hvort Starfsgreinasambandið ætti að taka þátt í samræmdri launastefnu. Þá var fjallað um hvort vísa ætti deilu Starfsgreinasambandsins til ríkissáttasemjara og í þriðja lagi voru sérkjarasamningar fiskimjölsverksmiðja ræddir. En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá hafa Samtök atvinnulífsins sagt að fiskimjölssamningarnir séu hluti af aðalkjarasamningi og nú stefnir í verkföll í fiskimjölsverksmiðjunum.
Verkalýðsfélag Akraness er nú byrjað af fullum krafti að undirbúa verkfall í fiskimjölsverksmiðjunni á Akranesi en félagið hefur átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins vegna þessa sérkjarasamnings án árangurs. Í framhaldi af þeim áranguslausu viðræðum setti formaður sig í samband við forstjóra HB Granda, en HB Grandi á fiskimjölsverksmiðjuna. Formaður félagsins lagði fram hugmynd að lausn á deilunni en því miður höfnuðu forsvarsmenn fyrirtækisins þessari tillögu eftir sólarhrings umhugsunarfrest. Á þeirri forsendu var haldinn fundur með starfsmönnum í morgun þar sem var ákveðið að láta kjósa um verkfall en sú kosning mun væntanlega fara fram í byrjun næstu viku.