Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Vinnumarkaðsráð Vesturlands fundaði í gær og var meðal annars farið yfir atvinnuástandið á Vesturlandi og rýnt í atvinnuleysistölur. Það sem kom meðal annars fram á fundinum var að atvinnuleysi hefur verið að aukast á Akranesi á milli mánaða. Í september voru 197 einstaklingar á Akranesi án atvinnu eða sem nemur 5,6% atvinnuleysi en í október voru 242 án atvinnu sem nemur 6,8%.
Þingflokkur Hreyfingarinnar óskaði eftir að funda með formanni Verkalýðsfélags Akraness og að sjálfsögðu varð formaðurinn við þeirri beiðni. Fundurinn fór fram í þingflokksherbergi Hreyfingarinnar í Alþingishúsinu í gær.
Síðastliðinn föstudag var undirritaður áframhaldandi samningur við VIRK Starfsendurhæfingarsjóð um starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar fyrir stéttarfélögin á Akranesi. Að þessum samningi koma Verkalýðsfélag Akraness, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og VR. Við undirritun samningsins kynnti Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðs, starfsemi sjóðsins almennt og einnig fór hún sérstaklega yfir það hvernig þjónustan á Akranesi hefur gengið.
Þess er nú beðið að gulldepluveiðar glæðist en tvö skip HB Granda hafa undanfarna daga leitað að þessum smáa fiski frá Skerjadjúpi í vestri og austur fyrir Vestmannaeyjar. Á Akranesi eru starfsmenn fiskmjölsverksmiðju félagsins tilbúnir til þess að taka á móti afla og vinna hann en ekkert hefur verið unnið í verksmiðjunni frá því í júlí í sumar.
Það er óhætt að segja að Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fari mikinn þessa dagana en að undanförnu hafa lágmarkslaun og atvinnuleysis- og örorkubætur verið umtalsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum. Karen Kjartansdóttir, fréttamaður á Stöð 2, hefur fjallað um þetta málefni að undanförnu. Síðastliðinn laugardag var
