Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Eins og fram kom hér á heimasíðunni fyrr í dag þá hófst fundur hjá ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu í síldarbræðslunum klukkan 13. Þegar þetta er skrifað er klukkan að ganga 19 og er nú beðið eftir einhvers konar útspili frá Samtökum atvinnulífsins til lausnar á þessari deilu og mun það væntanlega berast á næstu mínútum. Formaður félagsins er ekki ýkja bjartsýnn á að það sem fram muni koma muni leysa deiluna en að sjálfsögðu halda menn í vonina um að hægt verði að leysa þessa deilu áður en til verkfalls kemur.
Formaður átti einnig fund hjá ríkissáttasemjara í gær vegna kjaradeilu Elkem Ísland og Klafa ehf á Grundartanga. En það er æði margt sem bendir til þess að það stefni í alvarleg átök á þessu svæði því Samtök atvinnulífsins neita alfarið að taka neitt tillit til góðrar stöðu útflutningsfyrirtækja og vilja með öðrum orðum setja allar atvinnugreinar undir einn og sama hatt, algjörlega óháð getu hverrar greinar fyrir sig.