Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Útgreiðslur úr sjúkrasjóði og menntastyrkjum námu 210 milljónum króna árið 2025
Á árinu 2025 greiddi félagið samtals 210 milljónir króna í…




Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að greiða starfsmönnum Akraneskaupstaðar eingreiðslu að fjárhæð 60.000.- miðað við fullt starf og hlutfallslega miðað við starfshlutfall eins og launagreiðslur voru m.v. 1. maí 2008. Bæjarstjórn stefnir að því að greiða starfsmönnum áðurnefndar eingreiðslur föstudaginn 16. maí nk.


Alvarlegt vinnuslys varð miðvikudaginn 30. apríl í steypustöð BM Vallár við Höfðasel á Akranesi. Slysið varð með þeim hætti að karlmaður á fertugsaldri fékk utan í sig stórt steypusíló sem féll úr 5 til 6 metra hæð. Hann var fyrst fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi en fljótlega þaðan með forgangshraði á Landspítalann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum sem formaður félagsins hefur aflað sér þá liggur maðurinn sem er félagsmaður í Verkalýðsfélagi Akraness á gjörgæsludeild Landspítalans, alvarlega slasaður og er honum haldið sofandi í öndunarvél.
Fjölmennt var í kröfugöngunni sem stéttarfélögin á Akranesi stóðu fyrir á 1. maí. Að lokinni kröfugöngu þá var boðið uppá hefðbundna hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness og eins og endranær var húsfyllir. Formaður félagsins flutti ávarp að því loknu flutti Gylfi Arnbjörnsson hátíðarræðu dagsins og voru fundarmenn almennt mjög ánægðir með ræðu Gylfa.
Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands verður ræðumaður á 1. maí hátíðarhöldunum á Akranesi. Kjörorð dagsins er Verjum kjörin og er það ekki að ástæðulausu sem það slagorð er valið í ár.