Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Eins og flestir vita hefur eitt aðalbaráttumál Verkalýðsfélags Akraness síðastliðin 5 ár á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar verið afnám verðtryggingar og að forsendubrestur heimilanna sem varð í kjölfar efnahagshrunsins verði leiðréttur með afgerandi hætti.
Það er nöturlegt og dapurlegt til þess að vita að sífellt skuli níðst á þeim sem síst skyldi, en síðustu misserin hafa ítrekað komið upp mál þar sem verið er að hlunnfara starfsmenn í ræstingum. Þetta er sérstaklega dapurlegt í ljósi þess að þeir sem starfa við ræstingar eru einmitt þeir sem búa við hvað döprustu launakjör sem til eru íslenskum kjarasamningum og því af afar litlu að taka af einstaklingum sem sinna slíkum störfum. Það er lenska hjá fyrirtækjum, sveitarfélögum og hinum ýmsu stofnunum að þegar á að leita hagræðingar þá er það fyrsta sem kemur upp í huga stjórnenda að bjóða út ræstingar, mötuneyti, þvottahús og annað slíkt. Þetta gerir það að verkum að þessi hreingerningafyrirtæki fara að keppast innbyrðis um að fá verkin og það gera þau með því að bjóða oft og tíðum allt of lágt í verkin, sem leiðir það af sér að kjör þeirra sem starfa í greininni eru keyrð niður úr öllu valdi og þessir starfsmenn jafnvel, eins og áður hefur komið fram, hlunnfarnir.
