Verkalýðsfélag Akraness
Verkalýðsfélag Akraness
Kt. 680269-6889
Til skrifstofunnar geta félagsmenn leitað eftir
upplýsingum og annarri aðstoð.
-
Þjóðbraut 1,
300 Akranes
-
Sími:
4309900
-
Netfang:
skrifstofa@vlfa.is
Afgreiðslutími
Mánudag-fimmtudag kl. 08:00-16:00 og föstudaga kl. 8:00-15:15. Utan afgreiðslutíma félagsins er hægt að ná í formann félagsins, Vilhjálm Birgisson, í síma 865-1294.
Nýjar fréttir
Alvarlegt áfall á Grundartanga – framleiðsla dregst saman um 66%
Staðan á Grundartanga er nú mjög alvarleg eftir að búið…
Formaður VLFA endurkjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands
Formaður Verkalýðsfélags Akraness, var á 10. þingi Starfsgreinasambands Íslands (SGS)…


Það er þyngra en tárum taki að verða vitni að því að stjórnvöld ætli sér ekki að sjá til þess að atvinnuleitendur fái desemberuppbót greidda eins og aðrir landsmenn. En hér erum við að tala um hóp fólks sem fær í atvinnuleysisbætur rétt rúmar 170.000 krónur á mánuði og því morgunljóst að það getur vart horft til gleðilegrar hátíðar hjá þessu fólki.
Á fundi bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar í gærkvöldi var samþykkt að engar gjaldskrár hækkanir verði á árinu 2014, nema hækkun á sorphirðugjöldum. Þannig verður gjald í leikskólum, fæðisgjald í skólum, frístundaheimilum, gjaldskrá tónlistarskóla, bókasafns, heimaþjónustu, í íþróttamannvirkjum og fleira óbreytt á milli ára. Þýðir þetta rúmlega 8 milljóna króna tekjuskerðingu sveitarfélagsins, miðað við áætlaða hækkun samkvæmt neysluverðsvísitölu eða 3%.
Eins og fram kom í fréttum í gær þá sleit samninganefnd ASÍ viðræðum við Samtök atvinnulífsins í ljósi þeirra staðreynda að Samtök atvinnulífsins höfnuðu kröfunni um krónutöluhækkun á lægstu laun. Í ljósi þess kom samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands saman í morgun og er óhætt að segja að afar þungt hljóð hafi verið í fulltrúum hennar. Það kom skýrt fram að það er með ólíkindum að Samtök atvinnulífsins skuli ekki vilja fara í þá vegferð með SGS að lagfæra hér þau skammarlega lágu lágmarkslaun sem ríkja á íslenskum vinnuamarkaði. Við erum að tala um launataxta sem einungis eru frá 191 þúsund upp í 227 þúsund krónur. Krafa Starfsgreinasambandsins sem byggð er á afar hóflegri kröfugerð hljóðar upp á að þessir taxtar hækki um 20 þúsund krónur sem myndi gera það að verkum að lægsti taxtinn færi upp í rétt rúmar 211 þúsund krónur.
Nú eru fjórir dagar liðnir frá því að kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði runnu út og óþreyja verkafólks eftir kjarabótum fer vaxandi. Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá lagði Starfsgreinasamband Íslands, sem er stærsta landssambandið innan ASÍ, fram metnaðarfulla en jafnframt hófstillta launakröfu. Launakröfu sem byggðist á því að launataxtar SGS myndu hækka um 20.000 kr. En rétt er að geta þess að lægsti taxtinn innan SGS er einungis 191.752 kr. og hæsti taxtinn er einungis rétt rúmar 227.000 kr. Eins og áður sagði hafði mikil vinna verið lögð í að búa til nýja launatöflu og kröfugerðina í heild sinni.


Rétt í þessu lauk fundi hjá samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands og er óhætt að segja að formaður VLFA sé afar vonsvikinn með það sem þar var samþykkt. En nú liggur fyrir að meirihluti samninganefndar SGS hefur samþykkt að fara í samflot með öðrum landssamböndum innan ASÍ við gerð nýs kjarasamnings.